Fótbolti

Mourinho fyrir Barcelona-leikina: Æfir liðið í að spila manni færri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Mourinho tekur í höndina á Gareth Bale eftir leikinn í gær.
Jose Mourinho tekur í höndina á Gareth Bale eftir leikinn í gær. Mynd/AP
Það kunna fáir betur að vinna sálfræðistríð fótboltans en einmitt Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, og nú er kappinn byrjaður að undirbúa sig, liðið sitt og ekki síst knattspyrnuheiminn fyrir leikina á móti Barcelona. Real og Barcelona mætast fjórum sinnum á næstu vikum og þar af eru tveir leikir í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Nýjasta útspil Mourinho er að ýja að því að leikmenn hans séu alltaf reknir útaf í leikjum á móti Barcelona.

„Ég þarf að æfa með tíu menn og fara vel yfir það hvernig á að spila manni færri," sagði Jose Mourinho í viðtali við Sky Sports.

„Ég fór þangað með Chelsea og endaði með tíu menn. Ég fór þangað með Inter og endaði með tíu menn. Ég þarf því að undirbúa okkur að spila með tíu menn því þetta getur gerst aftur," sagði Mourinho.

„Ég vona að Manchester United komist á Wembley og ef að það verður Man U á móti Real þá verður það fullkomin úrslitaleikur fyrir mig," sagði Mourinho.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×