Innlent

Óhöppum hjá Strætó fækkaði um helming

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Strætó bs lendir núna sjaldnar í árekstrum en áður. Mynd/ Teitur.
Strætó bs lendir núna sjaldnar í árekstrum en áður. Mynd/ Teitur.
Óhöppum í umferðinni þar sem strætisvagnar Strætó bs. eiga í hlut fækkaði um nærri helmingi á fimm ára tímabili á ársgrundvelli, frá 2006 til 2010, eða um 48%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó bs.

Í tilkynningunni sem birt er á vef Kópavogsbæjar segir að sérstakt forvarnarverkefni Strætó í samstarfi við VÍS hafi gegnt lykilhlutverki í þeim árangri sem náðst hefur, auk þess sem sveitarfélög hafi brugðist vel við þegar Strætó hefur vakið athygli á áhættuþáttum í skipulagi gatna og nánasta umhverfis.

Í tilkynningunni segir jafnframt að strætisvagnabílstjórar hafi tekið virkan þátt í forvarnarstarfinu og þeir eigi eins og gefur að skilja stóran þátt í því hversu vel hefur tekist að fækka óhöppum í akstri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×