Tíska og hönnun

Upprennandi fyrirsætur freista gæfunnar

Ásta Kristjánsdóttir var með málbandið á lofti.
Ásta Kristjánsdóttir var með málbandið á lofti. Fréttablaðið/Anton
Reykjavík Fashion Festival hélt á dögunum opið hús til að leita að fyrirsætum til að taka þátt í tískuveislunni. Strákar jafnt sem stelpur mættu í þeirri von um að fá að ganga tískupalla á hátíðinni sem fer fram í lok mars. Arnar Gauti Sverrisson, framkvæmdastjóri Reykjavík Fashion Academy, Ásta Kristjánsdóttir og Ellen Loftsdóttir, stílisti RFF, leiðbeindu krökkunum sem mættu. Fjörutíu fyrirsætur verða svo valdar til að sýna á RFF og fara þær í strangar æfingabúðir. Mikill hamagangur var á svæðinu þegar ljósmyndari Fréttablaðsins mætti á svæðið.

RFF





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.