Armstrong var foringinn í Öskju Kristján Már Unnarsson skrifar 26. ágúst 2012 19:15 Íslenskur fréttamaður, sem fyrir 45 árum fylgdist með Neil Armstrong æfa sig í Öskju fyrir tunglferðina, segir að þótt hann hafi verið hógvær og lítillátur hafi hann verið foringinn í hópnum. Bandarísku geimfararnir skelltu sér meðal annars á sveitaball í Mývatnssveit. Landslagið í Öskju þótti nægilega framandi og ógnvekjandi til að þjálfa geimfarana andlega undir tunglgöngu og kannski hjálpaði það Neil Armstrong að hafa setið á brún Vítis tveimur árum fyrr þegar honum tókst með snarræði á síðustu stundu að afstýra tunglferjunni frá því að lenda oní álíka gíg á tunglinu. Þarna á hálendi Íslands fóru geimfararnir í langar gönguferðir með jarðfræðingunum Sigurði Þórarinssyni og Guðmundi Sigvaldasyni og íslenskir blaðamenn skrásettu söguna, eins og Árni Gunnarsson, Kári Jónasson og Óli Tynes. Árni var á þessum tíma fréttamaður Ríkisútvarpsins og þegar við heimsóttum hann á Selfossi í dag mundi hann vel eftir þessum júlídögum árið 1967. „Þetta voru ákaflega elskulegir menn og Neil Armstrong alveg sérstaklega," segir Árni þegar hann rifjar upp kynni sín af geimfaranum í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Hann var hógvær og fór hægt um, ef ég má orða það þannig, og var foringi þeirra, að því er mér fannst, og þeir fylgdu honum eftir hvert sem hann fór." Og geimfararnir gerðu fleira en æfa tunglgöngur. „Þeir fóru á sveitaball og þeir fengu að veiða í Laxá, sem var nú ekkert smáævintýri fyrir þá." Sumt hafa menn ekki haft hátt um til þessa og við spurðum Árna hvort það væri rétt að íslenskir blaðamenn hefðu hjálpað til við að útvega geimförunum brennivín. „Það er best að tala sem minnst um það," svarar Árni og hlær. „En það var vissulega gert. Þeim var útvegað áfengi. En það var ekki að sjá að þeir neyttu þess í neinu óhófi. Þetta voru mjög passasamir menn."Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lék á alls oddi þegar hann hitti Neil Armstrong og félaga í Herðubreiðarlindum.Mynd/Sverrir Pálsson.Forsætisráðherrann Bjarni Benediktsson flaug sérstaklega inn í Herðabreiðarlindir til heilsa upp á Neil Armstrong og félaga. „Það þótti þeim gaman. Og það var virkilega gaman að sjá Bjarna þarna því hann var svo kátur og glaður og lék á alls oddi. Fyrir okkur var þetta mjög skemmtileg upplifun og gaman að hitta þessa menn." En gátu íslensku blaðamennirnir á þessum tíma ímyndað sér að þarna í hópnum væri maður sem tveimur árum síðar ætti eftir að komast á spjöld sögunnar sem sá fyrsti sem steig fæti á tunglið? „Nei. Ég held að mér hafi til dæmis þótt það afskaplega ótrúlegt. Og ég hefði látið segja mér það tvisvar eða þrisvar að Armstrong ætti eftir að ganga á yfirborði tunglsins. En hann gerði það." Tengdar fréttir Neil veiddi í Mývatnssveit og fór á sveitaball "Hann var frekar hlédrægur maður og lét lítið yfir sér, kurteis og elskulegur mjög," sagði Sverrir Pálsson, ljósmyndari á Akureyri, um Neil Armstrong, en Sverrir hitti geimfarann á Íslandi sumarið 1967. Sverrir tók þá fjölda ljósmynda sem nú eru orðnar ómetanlegar heimildir um æfingar geimfara NASA í Öskju og Dyngjufjöllum fyrir tunglferðirnar heimssögulegu. NASA stóð fyrir tveimur leiðöngrum til Íslands, sá fyrri var árið 1965 og sá seinni 1967. Armstrong var í síðari 26. ágúst 2012 01:15 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira
Íslenskur fréttamaður, sem fyrir 45 árum fylgdist með Neil Armstrong æfa sig í Öskju fyrir tunglferðina, segir að þótt hann hafi verið hógvær og lítillátur hafi hann verið foringinn í hópnum. Bandarísku geimfararnir skelltu sér meðal annars á sveitaball í Mývatnssveit. Landslagið í Öskju þótti nægilega framandi og ógnvekjandi til að þjálfa geimfarana andlega undir tunglgöngu og kannski hjálpaði það Neil Armstrong að hafa setið á brún Vítis tveimur árum fyrr þegar honum tókst með snarræði á síðustu stundu að afstýra tunglferjunni frá því að lenda oní álíka gíg á tunglinu. Þarna á hálendi Íslands fóru geimfararnir í langar gönguferðir með jarðfræðingunum Sigurði Þórarinssyni og Guðmundi Sigvaldasyni og íslenskir blaðamenn skrásettu söguna, eins og Árni Gunnarsson, Kári Jónasson og Óli Tynes. Árni var á þessum tíma fréttamaður Ríkisútvarpsins og þegar við heimsóttum hann á Selfossi í dag mundi hann vel eftir þessum júlídögum árið 1967. „Þetta voru ákaflega elskulegir menn og Neil Armstrong alveg sérstaklega," segir Árni þegar hann rifjar upp kynni sín af geimfaranum í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Hann var hógvær og fór hægt um, ef ég má orða það þannig, og var foringi þeirra, að því er mér fannst, og þeir fylgdu honum eftir hvert sem hann fór." Og geimfararnir gerðu fleira en æfa tunglgöngur. „Þeir fóru á sveitaball og þeir fengu að veiða í Laxá, sem var nú ekkert smáævintýri fyrir þá." Sumt hafa menn ekki haft hátt um til þessa og við spurðum Árna hvort það væri rétt að íslenskir blaðamenn hefðu hjálpað til við að útvega geimförunum brennivín. „Það er best að tala sem minnst um það," svarar Árni og hlær. „En það var vissulega gert. Þeim var útvegað áfengi. En það var ekki að sjá að þeir neyttu þess í neinu óhófi. Þetta voru mjög passasamir menn."Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lék á alls oddi þegar hann hitti Neil Armstrong og félaga í Herðubreiðarlindum.Mynd/Sverrir Pálsson.Forsætisráðherrann Bjarni Benediktsson flaug sérstaklega inn í Herðabreiðarlindir til heilsa upp á Neil Armstrong og félaga. „Það þótti þeim gaman. Og það var virkilega gaman að sjá Bjarna þarna því hann var svo kátur og glaður og lék á alls oddi. Fyrir okkur var þetta mjög skemmtileg upplifun og gaman að hitta þessa menn." En gátu íslensku blaðamennirnir á þessum tíma ímyndað sér að þarna í hópnum væri maður sem tveimur árum síðar ætti eftir að komast á spjöld sögunnar sem sá fyrsti sem steig fæti á tunglið? „Nei. Ég held að mér hafi til dæmis þótt það afskaplega ótrúlegt. Og ég hefði látið segja mér það tvisvar eða þrisvar að Armstrong ætti eftir að ganga á yfirborði tunglsins. En hann gerði það."
Tengdar fréttir Neil veiddi í Mývatnssveit og fór á sveitaball "Hann var frekar hlédrægur maður og lét lítið yfir sér, kurteis og elskulegur mjög," sagði Sverrir Pálsson, ljósmyndari á Akureyri, um Neil Armstrong, en Sverrir hitti geimfarann á Íslandi sumarið 1967. Sverrir tók þá fjölda ljósmynda sem nú eru orðnar ómetanlegar heimildir um æfingar geimfara NASA í Öskju og Dyngjufjöllum fyrir tunglferðirnar heimssögulegu. NASA stóð fyrir tveimur leiðöngrum til Íslands, sá fyrri var árið 1965 og sá seinni 1967. Armstrong var í síðari 26. ágúst 2012 01:15 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira
Neil veiddi í Mývatnssveit og fór á sveitaball "Hann var frekar hlédrægur maður og lét lítið yfir sér, kurteis og elskulegur mjög," sagði Sverrir Pálsson, ljósmyndari á Akureyri, um Neil Armstrong, en Sverrir hitti geimfarann á Íslandi sumarið 1967. Sverrir tók þá fjölda ljósmynda sem nú eru orðnar ómetanlegar heimildir um æfingar geimfara NASA í Öskju og Dyngjufjöllum fyrir tunglferðirnar heimssögulegu. NASA stóð fyrir tveimur leiðöngrum til Íslands, sá fyrri var árið 1965 og sá seinni 1967. Armstrong var í síðari 26. ágúst 2012 01:15