Innlent

Steingrímur: Umhugsunarefni hversu lítil kjörsóknin var

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon.
Það er umhugsunarefni að mati Steingríms J. Sigfússonar efnahags- og viðskiptaráðherra hversu lítil kjörsókn var.

Kjörsókn var fremur dræm á landinu öllu eða um 70%. Ef tekið er mið af kjörskránni allri sést að innan við 37% þeirra sem eru á kjörskrá kusu Ólaf.

„Það sem mér finnst kannski mest umhugsunarefni er lítil kosningaþátttaka og sú staðreynd að það er auðvitað mikill minnihluti kosningabærra manna á bak við þann sem gegnir þessu embætti. Það er ekkert endilega æskileg staða. Ég held að það eigi að taka það til endurskoðunar að þegar fleiri en tveir eru í framboði þá sé kosið aftur á milli þeirra tveggja efstu þannig að að við fáum hreinni úrslit," segir Steingrímur.

Þá hefur hann ekki áhyggjur af samskiptum forystumanna ríkisstjórnarinnar og forsetans.

Ertu búinn að óska forsetanum til hamingju? „Nei ég hef nú ekkert hitt á hann. Ég var á landsmóti hestamanna að slíta því," svaraði Steingrímur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×