Jens snýr aftur - skattamálin enn til rannsóknar Erla Hlynsdóttir skrifar 7. nóvember 2012 19:29 Jens Kjartansson, lýtalæknir Jens Kjartansson hefur snúið aftur til starfa sem yfirlæknir lýtalækningadeildar Landspítalans eftir tíu mánaða veikindaleyfi. Rannsókn á skattamálum Jens stendur enn yfir. Einkarekstur Jens á sviði lýtalækninga komst í hámæli þegar ljóst var að hann hafði sett PIP-púða með iðnaðarsílíkoni í hundruð kvenna. Hann óskaði í janúarmánuði eftir veikindaleyfi frá störfum sínum sem yfirlæknir á Landspítalanum. Hann sneri aftur nú um mánaðarmótin og gegnir stöðunni í hlutastarfi. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Jens að vel hefði verið tekið á móti honum þegar hann sneri aftur til starfa og að honum finnist gott að vera kominn aftur. Hann vildi ekki veita fréttastofu viðtal, en sagðist þó stefna á að hefja einkarekstur á ný. Skattrannsóknastjóri hefur frá því í ársbyrjun haft skattamál Jens vegna einkarekstursins til skoðunar. Skattarannsóknin hófst eftir að ábendingar bárust um að Jens gæfi ekki upp til skatts allar tekjur af einkarekstrinum. Þá hafa tugir kvenna sem fengu PIP-púða hjá Jens og reka heilsutjón sitt til þess, ráðið sér lögmann til að fara í mál við hann. Björn Zoega, forstjóri Landspítalans, segir að Jens sé, eins og allir, saklaus þar til sekt er sönnuð. Á spítalanum sé farið eftir öllum reglum um endurkomu starfsmanna úr veikindaleyfi og því gangi hann aftur inn í sína gömlu stöðu. Jens mun enga aðkomu hafa af konum með PIP-púða sem koma inn á spítalann. Ef ástæða þykir til síðar verður mál hans skoðað að nýju. Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
Jens Kjartansson hefur snúið aftur til starfa sem yfirlæknir lýtalækningadeildar Landspítalans eftir tíu mánaða veikindaleyfi. Rannsókn á skattamálum Jens stendur enn yfir. Einkarekstur Jens á sviði lýtalækninga komst í hámæli þegar ljóst var að hann hafði sett PIP-púða með iðnaðarsílíkoni í hundruð kvenna. Hann óskaði í janúarmánuði eftir veikindaleyfi frá störfum sínum sem yfirlæknir á Landspítalanum. Hann sneri aftur nú um mánaðarmótin og gegnir stöðunni í hlutastarfi. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Jens að vel hefði verið tekið á móti honum þegar hann sneri aftur til starfa og að honum finnist gott að vera kominn aftur. Hann vildi ekki veita fréttastofu viðtal, en sagðist þó stefna á að hefja einkarekstur á ný. Skattrannsóknastjóri hefur frá því í ársbyrjun haft skattamál Jens vegna einkarekstursins til skoðunar. Skattarannsóknin hófst eftir að ábendingar bárust um að Jens gæfi ekki upp til skatts allar tekjur af einkarekstrinum. Þá hafa tugir kvenna sem fengu PIP-púða hjá Jens og reka heilsutjón sitt til þess, ráðið sér lögmann til að fara í mál við hann. Björn Zoega, forstjóri Landspítalans, segir að Jens sé, eins og allir, saklaus þar til sekt er sönnuð. Á spítalanum sé farið eftir öllum reglum um endurkomu starfsmanna úr veikindaleyfi og því gangi hann aftur inn í sína gömlu stöðu. Jens mun enga aðkomu hafa af konum með PIP-púða sem koma inn á spítalann. Ef ástæða þykir til síðar verður mál hans skoðað að nýju.
Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira