Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Keflavík 0-1 Guðmundur Tómas á Hásteinsvelli skrifar 20. ágúst 2012 17:15 Guðmundur Steinarsson. Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson Keflvíkingar urðu í kvöld fyrstir til þess að vinna Eyjamenn á Hásteinsvelli í Pepsi-deildinni í sumar en Guðmundur Steinarsson skoraði eina mark leiksins eftir ellefu mínútna leik. Keflvíkingar léku manni færri síðustu tíu mínútu leiksins eftir að Frans Elvarsson fékk sitt annað gula spjald. Magnús Gylfason fækkaði í vörninni en Eyjamönnum tókst ekki að skora þrátt fyrir mikla pressu. Eyjamenn voru búnir að vinna fimm heimasigra í röð í Pepsi-deildinni fyrir leikinn og alls búið að ná í 17 af 21 stigi í boði á Hásteinsvellinum á þessu tímabili. Keflvíkingar léku án lykilmannanna Arnórs Ingva Traustasonar og Jóhanns Birnis Guðmundssonar í leiknum en eins og oft áður í sumar er Keflavíkurliðið afar öflugt á útivöllum. Þetta var fimmti útisigur Keflvíkinga í Pepsi-deildinni í sumar. Sigurmark Guðmundar Steinarssonar var skondið og mjög óvænt. Jóhann Ragnar Benediktsson átti þá langt innkast beint á kollinn á Guðmundi sem skallaði boltann aftur fyrir sig og í fallegum boga yfir Abel í markinu. Magnús Gylfa: Þeir pökkuðu bara í vörn„Mér fannst við hanga of mikið á boltanum, sækja sömu megin. Þetta gekk ekki eins og vanalega hjá okkur, auðvitað voru aðstæður erfiðar. Ég hefði viljað sjá boltann ganga hraðar, skipta meira um kanta og svo sá ég ekki almennilega hvernig markið atvikaðist," sagði Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, eftir leik gegn Keflvíkingum á Hásteinsvelli í kvöld. „Þeir pökkuðu bara í vörn sem er eðlilegt. Við reyndum hvað við gátum, hentum mönnum fram og reyndum að breyta til en það tekst ekki alltaf," sagði Magnús aðspurður að því hvað betur hefði mátt fara. „Hugsanlega voru þeir að flýta sér of mikið og stundum ekki að flýta sér nógu mikið. Við gerðum ekki nógu vel í dag til að skora mörk, ég hef verið ánægður með mitt lið í sumar. Við verðum bara að laga þetta fyrir næsta leik," sagði Magnús í leikslok. Ómar: Hann sleppur við flengingu þar sem við unnum„Miðað við baráttuna sem að við sýndum þá finnst mér þetta vera sanngjörn úrslit. Þeir voru betri með boltann og áttu fleiri færi, en þegar þú berst svona mikið og hendir þér fyrir hvern einasta bolta þá áttu alltaf eitthvað skilið," sagði Ómar eftir leik. „Mér finnst spjöldin vera fullmörg, miðað við að þetta voru nú ekki það gróf brot. Ég var svolítið stressaður um að markið myndi detta inn hjá Eyjamönnum, en með þessa baráttu lítur þetta alltaf ágætlega út, andinn var bara svo góður," sagði Ómar spurður út í spjöldin og hvort hann hafi orðið stressaður í lokin. „Hann hlýtur að fá Pepsi eftir þennan leik, hann var frábær, stórkostlegur," sagði Ómar um Árna varamarkmann Keflvíkinga sem stóð sig frábærlega í leiknum. „Hann sleppur við flengingu þar sem við unnum, hann rak puttann í augað á mér í morgun þegar ég var að taka hann til í leikskólann. Mér var svolítið illt, en svo versnaði þetta og þurfti að fá einhverja dropa, það kom ekkert annað til greina en að Árni myndi koma inn á," sagði Ómar, spurður út í meiðslin sem hann hlaut í morgun, þegar hann var að taka krakkann sinn til í skólann. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Keflvíkingar urðu í kvöld fyrstir til þess að vinna Eyjamenn á Hásteinsvelli í Pepsi-deildinni í sumar en Guðmundur Steinarsson skoraði eina mark leiksins eftir ellefu mínútna leik. Keflvíkingar léku manni færri síðustu tíu mínútu leiksins eftir að Frans Elvarsson fékk sitt annað gula spjald. Magnús Gylfason fækkaði í vörninni en Eyjamönnum tókst ekki að skora þrátt fyrir mikla pressu. Eyjamenn voru búnir að vinna fimm heimasigra í röð í Pepsi-deildinni fyrir leikinn og alls búið að ná í 17 af 21 stigi í boði á Hásteinsvellinum á þessu tímabili. Keflvíkingar léku án lykilmannanna Arnórs Ingva Traustasonar og Jóhanns Birnis Guðmundssonar í leiknum en eins og oft áður í sumar er Keflavíkurliðið afar öflugt á útivöllum. Þetta var fimmti útisigur Keflvíkinga í Pepsi-deildinni í sumar. Sigurmark Guðmundar Steinarssonar var skondið og mjög óvænt. Jóhann Ragnar Benediktsson átti þá langt innkast beint á kollinn á Guðmundi sem skallaði boltann aftur fyrir sig og í fallegum boga yfir Abel í markinu. Magnús Gylfa: Þeir pökkuðu bara í vörn„Mér fannst við hanga of mikið á boltanum, sækja sömu megin. Þetta gekk ekki eins og vanalega hjá okkur, auðvitað voru aðstæður erfiðar. Ég hefði viljað sjá boltann ganga hraðar, skipta meira um kanta og svo sá ég ekki almennilega hvernig markið atvikaðist," sagði Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, eftir leik gegn Keflvíkingum á Hásteinsvelli í kvöld. „Þeir pökkuðu bara í vörn sem er eðlilegt. Við reyndum hvað við gátum, hentum mönnum fram og reyndum að breyta til en það tekst ekki alltaf," sagði Magnús aðspurður að því hvað betur hefði mátt fara. „Hugsanlega voru þeir að flýta sér of mikið og stundum ekki að flýta sér nógu mikið. Við gerðum ekki nógu vel í dag til að skora mörk, ég hef verið ánægður með mitt lið í sumar. Við verðum bara að laga þetta fyrir næsta leik," sagði Magnús í leikslok. Ómar: Hann sleppur við flengingu þar sem við unnum„Miðað við baráttuna sem að við sýndum þá finnst mér þetta vera sanngjörn úrslit. Þeir voru betri með boltann og áttu fleiri færi, en þegar þú berst svona mikið og hendir þér fyrir hvern einasta bolta þá áttu alltaf eitthvað skilið," sagði Ómar eftir leik. „Mér finnst spjöldin vera fullmörg, miðað við að þetta voru nú ekki það gróf brot. Ég var svolítið stressaður um að markið myndi detta inn hjá Eyjamönnum, en með þessa baráttu lítur þetta alltaf ágætlega út, andinn var bara svo góður," sagði Ómar spurður út í spjöldin og hvort hann hafi orðið stressaður í lokin. „Hann hlýtur að fá Pepsi eftir þennan leik, hann var frábær, stórkostlegur," sagði Ómar um Árna varamarkmann Keflvíkinga sem stóð sig frábærlega í leiknum. „Hann sleppur við flengingu þar sem við unnum, hann rak puttann í augað á mér í morgun þegar ég var að taka hann til í leikskólann. Mér var svolítið illt, en svo versnaði þetta og þurfti að fá einhverja dropa, það kom ekkert annað til greina en að Árni myndi koma inn á," sagði Ómar, spurður út í meiðslin sem hann hlaut í morgun, þegar hann var að taka krakkann sinn til í skólann.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira