Fótbolti

Guðlaugur náði bílprófinu | Þakkar Vísi fyrir stuðninginn

Guðlaugur í leik með Hibernian.
Guðlaugur í leik með Hibernian. mynd/heimasíða Hibs
Unglingalandsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson brosir allan hringinn í dag eftir að hafa náð bóklega hlutanum í bílprófinu.

Eins og Vísir greindi frá um daginn þá féll Guðlaugur á bóklega hlutanum er hann tók prófið á dögunum. Munaði aðeins einni spurningu að hann hefði náð prófinu þá.

Frétt Vísis um málið virðist hafa kveikt á leikmanninum því hann þakkar Vísi sérstaklega fyrir baráttukveðjurnar á Twitter um leið og hann lýsir því yfir að hann hafi náð prófinu.

Vísir gleðst innilega með Guðlaugi og óskar honum til hamingju. Vonumst við til þess að hann fari varlega á götum Edinborgar á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×