Fótbolti

Wales verður með minningarleik um Gary Speed

Knattspyrnusamband Wales ætlar að halda minningarleik um Gary Speed í lok næsta mánaðar. Þá kemur landslið Kosta Ríka í heimsókn.

Speed var landsliðsþjálfari Wales er hann svipti sig lífi seint á síðasta ári. Hans fyrsti landsleikur var gegn Kosta Ríka.

Tíu prósent af öllum hagnaði tengt leiknum mun renna til góðgerðarmála sem fjölskylda Speed velur.

"Á þessum leik verður tækifæri fyrir fólk að fagna lífi og afrekum Speed sem skilaði frábæru starfi til knattspyrnunnar í Wales. Bæði sem leikmaður og þjálfari," segir í tilkynningu frá velska knattspyrnusambandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×