Fótbolti

Teitur ráðinn sem þjálfari í Indlandi | Óvíst hjá hvaða liði

Teitur Þórðarson, fyrrum þjálfari KR, hefur verið ráðinn sem þjálfari i nýrri deild í Indlandi. Þó svo búið sé að ráða Teit liggur ekki enn fyrir hvaða lið hann þjálfar eins einkennilega og það hljómar.

Í þessari nýju deild eru sex lið og verður leikið í sjö vikur frá og með 15. febrúar. Menn í Indlandi fara frumlegar leiðir í þessari deildarkeppni en hvert lið mun hafa einn stjörnuleikmann, þrjá erlenda leikmenn, sex unglingalandsliðsmenn og svo verða að vera að minnsta kosti níu heimamenn í hópnum.

Búið er að semja við sex fallnar stjörnur til þess að leika í deildinni og ein þeirra mun leika undir stjórn Teits.

Leikmennirnir eru Robert Pires, Jay Jay Okocha, Juan Pablo Sorin, Maniche, Fabio Cannavaro og Sergio Paulo.

Teitur hefur víða komið við á skrautlegum ferli en þetta nýjasta ævintýri verður eflaust einstakt hjá honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×