Fótbolti

Hinn 39 ára gamli Rivaldo leitar að félagi

Rivaldo í leik með Milan.
Rivaldo í leik með Milan.
Besti knattspyrnumaður heims árið 1999, Brasilíumaðurinn Rivaldo, leitar sér að félagi þessa dagana eftir að hafa fengið sig lausan frá Sao Paulo í heimalandinu.

Þó svo hinn 39 ára gamli Rivaldo sé án félags er hann ekki búinn að missa áhugann á boltanum og stefnir á að spila út þetta ár.

Hann ku hafa lýst yfir áhuga á að spila með belgíska félaginu Genk en forráðamenn liðsins voru ekki spenntir fyrir því að fá leikmanninn í sínar raðir.

Umboðsmenn leikmannsins leita nú að spennandi tækifæri fyrir leikmanninn. Ef ekkert kemur upp er spurning hvort liðin í íslensku Pepsi-deildinni athugi hvort Rivaldo vilji spila á Íslandi?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×