Fótbolti

McClaren aftur til Twente

Steve McClaren.
Steve McClaren.
Enski þjálfarinn Steve McClaren er kominn með vinnu á nýjan leik en hollenska liðið Twente hefur rekið Co Adriaanse og ráðið McClaren í hans stað.

Adriaanse var ráðinn þjálfari Twente fyrir tímabilið en samband hans við forseta félagsins hefur verið stormasamt og forsetinn nennti ekki lengur að rífast við þjálfarann.

McClaren er ekki ókunnugur í herbúðum Twente en hann gerði liðið að hollenskum meisturum árið 2010 en það er eini meistaratitill félagsins.

Englendingurinn mun stýra liðinu út tímabilið hið minnsta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×