Barcelona marði Real Betis 4-2 á heimavelli sínum í kvöld. Þrátt fyrir óskabyrjun þar sem Barcelona var komið í 2-0 eftir 12. mínútna leik náði Betis að jafna metin en einum fleiri tókst Barcelona að knýgja fram sigur undir lokin.
Xavi skoraði fyrsta mark leiksins á 10. mínútu og tveimur mínútum síðar skoraði Messi annað mark og allt benti til þess að heimamenn myndu eiga náðugan dag í vinnunni. Sú var ekki reyndin.
Rubén Castro minnkaði muninn á 32. mínútu og á sjöundu mínútu seinni hálfleiks jafnaði varamaðurinn Roque Santa Cruz leikinn með góðu skoti.
Barcelona átti í vandræðum með að opna vörn Betis sem beitti skyndisóknum með góðum árangri en eftir að Mario fékk sitt annað gula spjald á 70. mínútu náði Barcelona finna glufur á vörn Betis og gera út um leikinn.
Alexis Sánchez skoraði þriðja mark Barcelona á 75. mínútu eftir góða sendingu Xavi og ellefu mínútum síðar skoraði Messi fjórða markið úr vítaspyrnu. Messi er þar með kominn með 33 mörk í 29 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu.
Barcelona er því enn fimm stigum á eftir Real Madrid í öðru sæti deildarinnar eftir 18 umferðir. Real Betis er í 11. sæti, aðeins fjórum stigum frá fallsæti.
Barcelona heldur sínu striki

Mest lesið

Sjötíu ára titlaþurrð á enda
Enski boltinn

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn


Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

United nálgast efri hlutann
Enski boltinn


Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn



Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti