Real Madrid er komið með átta stiga forskot á Barcelona á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 2-1 endurkomusigur á útivelli á móti Mallorca í kvöld.
Tomer Hemad kom Mallorca í 1-0 á 39. mínútu og þannig var staðan þar til að varamaðurinn Gonzalo Higuaín skoraði fyrir Real á 72. mínútu eftir sendingu frá Mesut Özil.
José Callejón skoraði síðan sigurmarkið á 85. mínútu eftir að hann fylgdi vel á eftir þegar bæði Gonzalo Higuaín og Karim Benzema höfðu átt skot að marki Mallorca.
Barcelona á leik inni á móti Real Betis annað kvöld og má alls ekki við því að misstíga sig eftir úrslit kvöldsins.
Real Madrid vann á Majorka og náði átta stiga forskoti á Barca
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Sjötíu ára titlaþurrð á enda
Enski boltinn

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn


Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

United nálgast efri hlutann
Enski boltinn


Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn



Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti