Andrés Iniesta verður frá næstu þrjár vikurnar eftir að hann meiddist í bikarleik Barcelona og Real Madrid fyrr í vikunni. Alexis Sanchez meiddist einnig í leiknum og verða því sex leikmenn fjarverandi þegar að liði mætir Villarreal í spænsku úrvalsdeildinni á laugardaginn.
David Villa, Ibrahim Affelay og Andreu Fontas voru allir fyrir á meiðslalistanum og þá er Seydou Keita að spila með landsliði sínu í Afríkukeppninni.
„Við erum ekki mjög fjölmennir þessa stundina en við verðum að halda áfram," sagði Pep Guardiola, stjóri Barcelona, við spænska fjölmiðla.
Barcelona má alls ekki við því að tapa fleiri stigum í deildinni þar sem liðið er nú fimm stigum á eftir Real Madrid sem trónir á toppnum. Real Madrid mætir Real Zaragoza um helgina.
Sex leikmenn fjarverandi hjá Barcelona | Iniesta meiddur
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Sjötíu ára titlaþurrð á enda
Enski boltinn

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn


Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

United nálgast efri hlutann
Enski boltinn


Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn



Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti