Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, er enn ekki búinn að ákveða það hvort að hann haldi áfram með liðið eftir þetta tímabil. Guardiola hefur alltaf samið til eins árs í senn og vill ekki gera lengri saminga þótt að mikill áhugi sé fyrir hendi meðal forráðamanna félagsins.
Pep Guardiola segist eyða tímanum í að hugsa um næsta tímabil þessa dagana og að hann sé að einbeita sér að því sem er í gangi hjá liðinu í dag. „Ég mun svara forsetanum (Sandro Rosell) og íþróttastjóranum Andoni Zubizarreta þegar ég veit svarið sjálfur," sagði Pep Guardiola aðspurður um nýjan samning.
„Ég hef bara ekki ákveðið mig. Þið fáið að vita það um leið og ég kemst að niðurstöðu," sagði Guardiola við blaðamenn en undir hans stjórn hefur Barcelona-liðið unnið tólf af fimmtán titlum í boði.
Barcelona hefur orðið spænskur meistari öll þrjú tímabilin undir hans stjórn en útilitið er ekki eins gott í ár enda er Real Madrid komið með sjö stiga forskot.
Guardiola: Ég svara þegar ég veit svarið sjálfur
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Bruno segist gera hlutina á sinn hátt
Enski boltinn

Allt klárt fyrir úrslitakeppnina
Körfubolti



Leifur Andri leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn

Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn



Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn