Portúgalski varnarmaðurinn Pepe er allt annað en ánægður með spænska blaðamenn og hefur nú ráðist harkalega að þeim þar sem hann segist fá mjög ósanngjarna meðferð í spænskum fjölmiðlum.
"Fjölmiðlar hafa málað af mér þá mynd að ég sé morðingi," sagði Pepe í samtali við Canal+.
"Það sem skiptir mig mestu máli er að spila vel fyrir Madrid. Þegar ég er út á götu finn ég samt fyrir því að fólki líkar vel við mig."
Pepe hefur margoft orðið sjálfum sér til skammar með fáranlegri hegðun á knattspyrnuvellinum og getur því að mörgu leyti sjálfum sér um kennt.

