Fótbolti

Alfreð: Þetta var draumainnkoma

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Strákarnir fagna marki Alfreðs í kvöld.
Strákarnir fagna marki Alfreðs í kvöld. mynd/ap
Alfreð Finnbogason minnti heldur betur á sig gegn Svartfjallalandi í kvöld en hann skoraði mark Íslands í leiknum. Hann var síðan ekki fjarri því að tryggja Íslandi sigur í leiknum skömmu síðar.

"Þetta var draumainnkoma sem hefði getað orðið enn fallegri ef seinni boltinn hefði farið inn. Svona er boltinn. Það eru oft millimetrar sem skilja á milli sigurs og taps í þessu," sagði Alfreð svekktur.

"Það var ekki mjög mikið pláss til þess að setja hann í seinna færinu og ég ætlaði bara að teikna hann upp í samúel. Hann kemst ekki mikið nær en þetta."

Margir vildu sjá Alfreð koma fyrr inn af bekknum en hann var ekki að láta leiktímann trufla sig.

"Auðvitað vill maður spila alla leiki en það er mat þjálfarans hvernig hann gerir þetta. Ég var hungraður í að nýta minn tíma er ég kom inn og mér fannst það takast ágætlega. Nú er að byggja á þessu."

Alfreð segir síðustu daga með landsliðinu hafa verið góða og undirbúninginn hjá Lagerbäck til fyrirmyndar.

"Það er mikil breyting á undirbúningnum. Það hafa verið mikil fundarhöld og áherslubreytingar sem hann vill koma með inn í liðið. Við höfum þurft að meðtaka mikið af upplýsingum á mörgum fundum og erfitt í fyrsta leik að meðtaka allt.

"Það er mikil fagmennska yfir þessu öllu og nú er það okkar leikmanna að sýna að við getum spilað skipulagðan bolta. Við verðum aldrei með besta liðið en skipulag getur fleytt okkur áfram. Ég held að þetta sé byrjunin á einhverju meiru hjá liðinu," sagði Alfreð.




Tengdar fréttir

Svekkjandi tap gegn Svartfjallalandi

Stevan Jovetic tryggði Svartfjallalandi sigur á Íslandi með þrumuskoti skömmu fyrir leikslok. Svekkjandi niðurstaða fyrir íslenska liðið sem stóð sig vel í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×