Fótbolti

Lagerbäck: Hefði ekkert á móti framherja sem gæti skorað 10-15 mörk

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lars Lagerbäck.
Lars Lagerbäck. vísir/vilhelm
Sænski landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck var nokkuð sáttur með leik íslenska liðsins gegn Svartfjallalandi í kvöld þó svo Ísland hefði tapað naumlega, 2-1.

"Kantspilið gekk vel í fyrri hálfleik og mér fannst bakverðirnir vinna vel með vængmönnunum á báðum köntum," sagði þjálfarinn en hann var sérstaklega ánægður með fyrri hálfleikinn hjá liðinu.

"Við gáfum eftir í síðari hálfleik og gerðum þá of mörg mistök. Samt fínn andi og barátta í strákunum allan tímann."

Ísland saknaði þess að vera ekki með eiginlegan framherja í leiknum þó svo Birkir Bjarnason og Gylfi Þór Sigurðsson hefðu skilað ágætu verki í leiknum.

"Auðvitað var þetta nýtt hluverk fyrir þá og kannski ekki auðvelt. Ef við höldum samt boltanum og sækjum saman sem lið held ég að það verði ekki vandamál.

"Þessir strákar eru fjölhæfir en auðvitað hefði ég ekkert á móti framherja sem getur skoraði 10-15 mörk."


Tengdar fréttir

Alfreð: Þetta var draumainnkoma

Alfreð Finnbogason minnti heldur betur á sig gegn Svartfjallalandi í kvöld en hann skoraði mark Íslands í leiknum. Hann var síðan ekki fjarri því að tryggja Íslandi sigur í leiknum skömmu síðar.

Svekkjandi tap gegn Svartfjallalandi

Stevan Jovetic tryggði Svartfjallalandi sigur á Íslandi með þrumuskoti skömmu fyrir leikslok. Svekkjandi niðurstaða fyrir íslenska liðið sem stóð sig vel í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×