Fótbolti

Fallegasta mark ársins?

Pólverjinn Marek Zienczuk skoraði stórkostlegt mark úr aukaspyrnu í 3-0 sigri Ruch Chorzow á Lech Poznan í pólsku deildinni á föstudagskvöldið.

Zienczuk lét vaða á markið með vinstri fæti af löngu færi. Knötturinn small af þverslánni og inn efst við markvinkilinn. Stórkostlegt mark og kom Chorzow-mönnum tveimur mörkum yfir í góðum sigri.

Markið kemur eftir tvær mínútur í myndbandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×