Fótbolti

Kári spilaði allan leikinn í jafntefli Aberdeen

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kári verður væntanlega snyrtilega klæddur á leið sinni til Svartfjallalands.
Kári verður væntanlega snyrtilega klæddur á leið sinni til Svartfjallalands. Heimasíða Aberdeen FC
Landsliðsmaðurinn Kári Árnason spilaði allan leikinn með Aberdeen sem gerði 1-1 jafntefli við St. Mirren á útivelli í skosku úrvalsdeildinni í dag.

Bæði mörk leiksins komu snemma í síðari hálfleik. Nigel Hasselbaink kom heimamönnum yfir á 57. mínútu. Scott Verndon jafnaði fyrir Aberdeen tveimur mínútum síðar.

Aberdeen siglir lygnan sjó í 8. sæti í deildinni og hefur að litlu að keppa.

Kári heldur nú til móts við félaga sína í íslenska landsliðinu sem mætir Svartfjallalandi ytra á miðvikudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×