Fótbolti

Walter Smith vill fá skýringar á fjárhagsklúðri Rangers

Walter Smith fyrrum knattspyrnustjóri skoska liðsins Rangers frá Glasgow, krefst skýringa á ótrúlegu fjárhagslegu klúðri félagsins.
Walter Smith fyrrum knattspyrnustjóri skoska liðsins Rangers frá Glasgow, krefst skýringa á ótrúlegu fjárhagslegu klúðri félagsins. Getty Images / Nordic Photos
Walter Smith fyrrum knattspyrnustjóri skoska liðsins Rangers frá Glasgow, krefst skýringa á ótrúlegu fjárhagslegu klúðri félagsins. Rangers er í greiðslustöðvun og er skuldum vafið og vekja gríðarlega háar skattaskuldir félagsins upp ýmsar spurningar sem Smith vill fá svör við.

Craig Whyte, sem keypti um 85% hlut í félaginu í fyrra, seldi m.a. ársmiða fjögur ár fram í tímann til miðasölufyrirtækis sem greiddi um 24 milljónir punda fyrir þann samning. Whyte liggur nú undir grun um að hafa notað þessa fjármuni til þess að kaupa félagið og laga skuldastöðu þess tímabundið.

„Ég vona að þeir sem stóðu fyrir þessu verði sóttir til saka. Þeir bera ábyrgð á þessu klúðri. Stuðningsmenn félagsins eiga rétt á því að fá að vita hvað varð um alla þessa fjármuni. Það eru stuðningsmennirnir sem eiga þetta fé, og þetta mál bitnar fyrst og fremst á stuðningsmönnum liðsins. Það eru margir sem óttast um störf sín hjá félaginu, þetta fólk hefur ekki gert neitt rangt," sagði Smith í viðtali við skoska fjölmiðla.

Lítið hefur farið fyrir Whyte að undanförnu en Rangers tapaði 10 stigum í deildarkeppninni eftir að liðið fór í greiðslustöðvun.

Talið er að félagið þurfi að greiða á bilinu 15-20 milljarða kr. vegna skattamálsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×