Körfubolti

Keflavík deildarmeistari og Hamar féll í 1. deild

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristrún Sigurjónsdóttir hélt upp á 27 ára afmælið með 24 stigum og sigri.
Kristrún Sigurjónsdóttir hélt upp á 27 ára afmælið með 24 stigum og sigri. Mynd/Stefán
Úrslitin réðust í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld þegar næst síðasta umferðin fór fram. Keflavík varð deildarmeistari án þess að spila, Haukakonur tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni og Hamar féll í 1. deild.

Fjölnir bjargaði sér frá falli og tryggði Keflavík um leið deildarmeistaratitilinn með því að vinna ellefu stiga sigur á Njarðvík, 87-76. Keflavík hafði klikkað á síðustu tveimur leikjum en sigur í þeim hefði einnig fært þeim deildarmeistaratitilinn.

Hamar varð að vinna sinn leik og treysta á tap hjá Fjölni en það gekk hvorugt eftir. Valskonur unnu 28 stiga sigur á Hamar í Vodafonehöllinni, 95-67, þar sem afmælisbarnið Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði 24 stig og hitti úr 6 af 9 þriggja stiga skotum sínum.

Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins:

Valur-Hamar 95-67 (32-27, 25-9, 20-16, 18-15)

Valur: Kristrún Sigurjónsdóttir 24/5 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 19/8 fráköst, Lacey Katrice Simpson 11/11 fráköst/8 stoðsendingar, Melissa Leichlitner 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, María Ben Erlingsdóttir 9/4 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 8/4 fráköst, Signý Hermannsdóttir 6/9 fráköst/5 stoðsendingar/4 varin skot, María Björnsdóttir 6/5 fráköst, Berglind Karen Ingvarsdóttir 2.

Hamar: Samantha Murphy 24/6 fráköst/5 stoðsendingar, Fanney Lind Guðmundsdóttir 13, Katherine Virginia Graham 12, Marín Laufey Davíðsdóttir 7/5 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 6/5 fráköst, Jenný Harðardóttir 3, Álfhildur Þorsteinsdóttir 2/5 fráköst.



Haukar-KR 78-56 (18-20, 13-10, 25-11, 22-15)

Haukar: Tierny Jenkins 20/19 fráköst/5 stolnir, Jence Ann Rhoads 15/9 stoðsendingar, Íris Sverrisdóttir 11, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 10/5 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 10/6 fráköst, Guðrún Ósk Ámundardóttir 5/4 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 4, Auður Íris Ólafsdóttir 3..

KR: Erica Prosser 22/8 fráköst, Margrét Kara Sturludóttir 16/5 fráköst/3 varin skot, Hafrún Hálfdánardóttir 14/7 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 2, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 2/5 fráköst.



Fjölnir-Njarðvík 87-76 (22-25, 17-18, 18-11, 30-22)

Fjölnir: Brittney Jones 28/5 fráköst/10 stoðsendingar, Katina Mandylaris 23/19 fráköst, Jessica Bradley 18/9 fráköst, Erla Sif Kristinsdóttir 9, Birna Eiríksdóttir 3, Margrét Loftsdóttir 2, Bergdís Ragnarsdóttir 2/7 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 2/7 fráköst.

Njarðvík: Lele Hardy 24/20 fráköst/7 stoðsendingar, Petrúnella Skúladóttir 16/6 fráköst, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 10/5 fráköst, Salbjörg Sævarsdóttir 6/5 fráköst, Ína María Einarsdóttir 6, Sara Dögg Margeirsdóttir 6, Harpa Hallgrímsdóttir 2, Ólöf Helga Pálsdóttir 2, Eyrún Líf Sigurðardóttir 2, Erna Hákonardóttir 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×