Innlent

Fartölvum stolið frá Mæðrastyrksnefnd - ekki úthlutað í dag

Formaður Mæðrastyrksnefndar segir tjónið vera verulegt.
Formaður Mæðrastyrksnefndar segir tjónið vera verulegt.
Brotist var inn hjá Mæðrastyrksnefnd í Reykjavík í nótt. Þjófarnir höfðu þrjár nýlegar Lenovo fartölvur á brott með sér - tölvurnar voru keyptar í síðustu viku.

Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar, segir tjónið vera verulegt.

Í tölvunum voru viðkvæmar upplýsingar um skjólstæðinga Mæðrastyrksnefndar og því verður ekki úthlutað í dag.

Stefnt er á úthlutun næsta miðvikudag. Rannsókn stendur nú yfir á málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×