Körfubolti

Sundsvall tapaði í framlengdum leik | Einu tapi frá sumafríi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hlynur Bæringsson.
Hlynur Bæringsson. Mynd/Valli
Svíþjóðameistararnir í Sundsvall Dragons eru komnir með bakið upp að vegg eftir tap á heimavelli í framlengdum leik á móti LF Basket í kvöld. Þetta var þriðji leikur liðanna í átta liða úrslitum sænska körfuboltans. LF Basket vann þarna sinn annan leik í röð og vantar nú aðeins einn sigur til viðbótar til að tryggja sér sæti í undanúrslitunum.

Sundsvall Dragons tryggði sér framlengingu með góðum endaspretti og komst fjórum stigum yfir í henni en það var ekki nóg. LF Basket skoraði þrjú síðustu stigin og tryggði sér 89-87.

Hlynur Bæringsson var með 18 stig og 16 fráköst á 43 mínútum í leiknum og Jakob Örn Sigurðarson skoraði 4 af 18 stigum sínum í framlengingunni sem Sundsvall tapaði 6-8.

Pavel Ermolinskij var síðan með 7 stig og 6 fráköst á 28 mínútum.

Næsti leikur í einvíginu fer fram á heimavelli LF Basket og Sundsvall verður að vinna hann því annars er liðið komið í sumarfrí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×