Körfubolti

Logi og félagar komnir í sumarfrí

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Logi Gunnarsson.
Logi Gunnarsson. Mynd/Heimasíða Solna
Logi Gunnarsson og félagar í Solna Vikings eru úr leik í úrslitakeppni sænska körfuboltans eftir sjö stiga tap á móti Södertälje Kings í kvöld, 83-76. Södertälje vann alla þrjá leiki liðanna og er því komið í undanúrslitin fyrst allra liða.

Södertälje vann fyrstu tvo leikina með 4 og 7 stigum en í kvöld var sigur liðsins frekar öruggur í seinni hálfleiknum þótt að Solna hafi aðeins náð að minnka muninn í lokin.

Södertälje náði frumkvæðinu strax í fyrsta leikhluta og var 22-16 yfir eftir hann. Solna minnkaði muninn um eitt stig fyrir hálfleik, 42-37, en Södertälje var sterkara liðið í seinni hálfleiknum, náði öryggri forystu og vann á endanum með sjö stiga mun.

Logi fann sig ekki í kvöld og var aðeins með 7 stig á 30 mínútum í leiknum en hann var með 17 stig að meðaltali í fyrstu tveimur leikjum einvígisins. Logi var einnig með 8 fráköst og 2 stoðsendingar en tapaði 4 boltum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×