Tækifæri Brasilíumannsins fjölhæfa hjá Barcelona, Adriano, hafa verið af skornum skammti og líklegt að hann yfirgefi herbúðir félagsins í sumar. Þessi 27 ára leikmaður hefur verið ellefu sinnum í byrjunarliði Barcelona í vetur og er alls ekki sáttur við hvað hann fær lítið að spila.
Hann ætti ekki að vera í vandræðum með að finna sér nýtt félag í sumar því bæði FC Bayern og Juventus hafa sýnt áhuga á honum.
Samkvæmt heimildum spænskra fjölmiðla þá hefur Bayern þegar sett sig í samband við Evrópumeistarana en Juventus hefur ekki haft formlega samband.
Adriano er brasilískur landsliðsmaður og kom til Barca frá Sevilla árið 2010. Hann á tvö ár eftir af samningi sínum við félagið.
Juve og Bayern hafa áhuga á Adriano

Mest lesið

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn

Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn

Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti


Sjáðu Albert skora gegn Juventus
Fótbolti

„Rjóminn á kökuna fyrir okkur“
Íslenski boltinn



Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn