Guardiola: Hárréttur dómur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. apríl 2012 22:34 Nordic Photos / Getty Images „Þegar menn gera sig sekan um peysutog inn í teignum á að dæma vítaspyrnu," sagði Pep Guardiola, stjóri Barcelona, eftir 3-1 sigur sinna manna á AC Milan í kvöld. Í stöðunni 1-1 var Barcelona dæmt umdeilt víti er Alessandro Nesta þótti toga niður Sergio Busquets í teignum þegar Börsungar tóku hornspyrnu. Ítalarnir voru afar ósáttir við dóminn og sóknarmaðurinn Zlatan Ibrahimovic sagði að hann hefði eyðilagt leikinn. En Guardiola sagði ákvörðun dómarans rétta. „Í fyrri leiknum áttum við að fá tvær augljósar vítaspyrnur en við sögðum ekki neitt um það," bætti hann við. Guardiola lofaði frammistöðu sinna manna. „Við spiluðum með þrjá í vörn í fyrri hálfleik til að skapa fleiri færi. Á endanum áttum við 21 skot að marki en Milan þrjú." „Við vörðumst vel og þegar við náðum 2-1 forystu bættum við fjórða manninum við varnarlínuna til að stjórna betur leiknum." Messi skoraði tvívegis í leiknum og hefur skorað fjórtán Meistaradeildarmörk á tímabilinu. Það er met. „Lionel Messi er yndislegur leikmaður og það er okkar mikla lán að hafa hann í okkar röðum," sagði Guardiola. Barcelona er nú komið í undanúrslit keppninnar fimmta árið í röð. Þrátt fyrir það vill Guardiola ekki viðurkenna að hans menn séu sigurstranglegastir í keppninni. „Það tel ég ekki. Bayern München er enn með og Real Madrid ílíka. Við höfum unnið Meistaradeildina tvisvar á síðustu þremur árum en það erfiðasta í íþróttum er að viðhalda stöðugleika." Meistaradeild Evrópu Mest lesið Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Sjá meira
„Þegar menn gera sig sekan um peysutog inn í teignum á að dæma vítaspyrnu," sagði Pep Guardiola, stjóri Barcelona, eftir 3-1 sigur sinna manna á AC Milan í kvöld. Í stöðunni 1-1 var Barcelona dæmt umdeilt víti er Alessandro Nesta þótti toga niður Sergio Busquets í teignum þegar Börsungar tóku hornspyrnu. Ítalarnir voru afar ósáttir við dóminn og sóknarmaðurinn Zlatan Ibrahimovic sagði að hann hefði eyðilagt leikinn. En Guardiola sagði ákvörðun dómarans rétta. „Í fyrri leiknum áttum við að fá tvær augljósar vítaspyrnur en við sögðum ekki neitt um það," bætti hann við. Guardiola lofaði frammistöðu sinna manna. „Við spiluðum með þrjá í vörn í fyrri hálfleik til að skapa fleiri færi. Á endanum áttum við 21 skot að marki en Milan þrjú." „Við vörðumst vel og þegar við náðum 2-1 forystu bættum við fjórða manninum við varnarlínuna til að stjórna betur leiknum." Messi skoraði tvívegis í leiknum og hefur skorað fjórtán Meistaradeildarmörk á tímabilinu. Það er met. „Lionel Messi er yndislegur leikmaður og það er okkar mikla lán að hafa hann í okkar röðum," sagði Guardiola. Barcelona er nú komið í undanúrslit keppninnar fimmta árið í röð. Þrátt fyrir það vill Guardiola ekki viðurkenna að hans menn séu sigurstranglegastir í keppninni. „Það tel ég ekki. Bayern München er enn með og Real Madrid ílíka. Við höfum unnið Meistaradeildina tvisvar á síðustu þremur árum en það erfiðasta í íþróttum er að viðhalda stöðugleika."
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Sjá meira