Plastmál Jóhönnu Sigurðardóttur selt á 105 þúsund krónur 13. apríl 2012 14:22 Plastmálið er sannarlega glæsilegt. mynd/Virkir Morgnar Plástmál sem Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, drakk úr í hljóðveri Rásar 2 í morgun var slegið á 105 þúsund krónur. Uppboðið hófst eftir að þáttastjórnendur Virkra morgna komu að dýrgripnum á glámbekk í morgun. „Við komum að málinu í hljóðverinu," segir Andri Freyr Viðarsson, annar þáttastjórnandi Virkra morgna. „Það er oft eitthvað rusl í hljóðverinu eftir morgunvaktina, þar á meðal var þetta glæsilega plastmál. Við spurðum hvort að Jóhanna hefði í raun notað málið og svo reyndist vera." Andri segir að plástmálið sé svo sannarlega glæsilegt. Bleikur varalitur forsætisráðherra er enn á brún þess. Þá er vatnið sjálft sveipað bleikum blæ. „Þetta er náttúrulega bara listaverk," segir Andri. Andri ásamt samstarfskonu sinni, Guðrúnu Dís Emilsdóttur, ákváðu að setja málið á uppboð. Þá upphófst mikil barátta um glasið. Það var síðan Sjónlistamiðstöðin sem hreppti góssið eftir að hafa boðið 105 þúsund krónur í það. Ágóðinn rennur óskiptur til Umhyggju, félag til stuðnings langveikum börnum. „Við ætlum síðan að heimsækja Sjónlistamiðstöðina á mánudaginn og sendum beint út þegar við fáum peninginn," sagði Andri. Andri vill ólmur endurtaka leikinn og skorar á þjóðþekkta einstaklinga að senda Virkum morgnum nærbuxur sínar. „Helst skítugar," sagði Andri. „Það ætti nú að vera vinsælt." Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Plástmál sem Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, drakk úr í hljóðveri Rásar 2 í morgun var slegið á 105 þúsund krónur. Uppboðið hófst eftir að þáttastjórnendur Virkra morgna komu að dýrgripnum á glámbekk í morgun. „Við komum að málinu í hljóðverinu," segir Andri Freyr Viðarsson, annar þáttastjórnandi Virkra morgna. „Það er oft eitthvað rusl í hljóðverinu eftir morgunvaktina, þar á meðal var þetta glæsilega plastmál. Við spurðum hvort að Jóhanna hefði í raun notað málið og svo reyndist vera." Andri segir að plástmálið sé svo sannarlega glæsilegt. Bleikur varalitur forsætisráðherra er enn á brún þess. Þá er vatnið sjálft sveipað bleikum blæ. „Þetta er náttúrulega bara listaverk," segir Andri. Andri ásamt samstarfskonu sinni, Guðrúnu Dís Emilsdóttur, ákváðu að setja málið á uppboð. Þá upphófst mikil barátta um glasið. Það var síðan Sjónlistamiðstöðin sem hreppti góssið eftir að hafa boðið 105 þúsund krónur í það. Ágóðinn rennur óskiptur til Umhyggju, félag til stuðnings langveikum börnum. „Við ætlum síðan að heimsækja Sjónlistamiðstöðina á mánudaginn og sendum beint út þegar við fáum peninginn," sagði Andri. Andri vill ólmur endurtaka leikinn og skorar á þjóðþekkta einstaklinga að senda Virkum morgnum nærbuxur sínar. „Helst skítugar," sagði Andri. „Það ætti nú að vera vinsælt."
Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira