Innlent

Stjórnvöld munu ekki koma í veg fyrir mótmæli

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ætlar ekki að koma í veg fyrir mótmæli.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ætlar ekki að koma í veg fyrir mótmæli.
Stjórnvöld munu ekki gera neinar tilraunir til þess að koma í veg fyrir mótmæli þegar Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, kemur til landsins. Þetta segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á Facebooksíðu sinni.

„Strax þegar farið var að undirbúa þessa heimsókn var því skýrt komið á framfæri við kínversk stjórnvöld að friðsamleg mótmæli séu að sjálfsögðu heimil enda sé það lýðræðislegur réttur hér á landi. Öryggi forsætisráðherra Kína verður að sjálfsögðu tryggt eins og annarra háttsettra erlendra gesta sem koma til landsins og aðeins á þeim grundvelli fer undirbúningur lögregluyfirvalda fram vegna þessarar heimsóknar," segir Jóhanna.

Þegar Jiang Zemin, þáverandi forseti Kína, kom til Íslands árið 2002 komu íslensk stjórnvöld í veg fyrir að Falung Gong liðar mótmæltu hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×