Pep Guardiola mun á morgun tilkynna opinberlega ákvörðun sína um að stíga frá borði sem knattspyrnustjóri Barcelona í lok tímabilsins, samkvæmt fréttum á bæði BBC og Sky Sports.
Heimildir miðlanna herma að Guardiola hafi fundað með Sandro Rosell, forseta félagsins, í dag þar sem sá fyrrnefndi tjáði þá skoðun sína að hann gæti ekki haldið áfram með liðið.
Barcelona féll úr leik í Meistaradeild Evrópu á þriðjudagskvöldið og tapaði einnig fyrir Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni um helgina.
Segir í fréttunum að boðað hafi verið til blaðamannafundar á morgun þar sem þetta verður tilkynnt. Það er þó ekki talið útilokað að Guardiola muni skipta um skoðun á síðustu stundu en langlíklegast er að hann hætti.
Rossell hefur ítrekað sagt í fjölmiðlum að hann vilji halda Guardiola og samkvæmt BBC mun hann hafa lofað stjóranum ótakmarkað fjármagn til að styrkja leikmannahópinn. En Guardiola mun ekki hafa haggast í ákvörðun sinni.
BBC segir einnig að Guardiola hafi í hyggju að taka sér ársfrí frá knattspyrnu en hann er 41 árs gamall og fyrrum leikmaður og fyrirliði Barcelona til margra ára.
Síðan hann tók við Barcelona fyrir fjórum árum síðan hefur hann orðið sigursælasti stjóri liðsins frá upphafi. Hann hefur til að mynda unnið Meistaradeildina tvívegis, spænsku úrvalsdeildina þrisvar og bikarinn tvisvar - svo eitthvað sé nefnt.
BBC og Sky: Guardiola hættir hjá Barcelona
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Sjötíu ára titlaþurrð á enda
Enski boltinn

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn


Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

United nálgast efri hlutann
Enski boltinn


Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn



Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti