Rússneska félagið Anzhi Makhachkala er ekki hætt að eyða stjarnfræðilegum peningum í leikmenn og félagið ætlar nú að gera bakverði Barcelona, Dani Alves, tilboð sem hann getur ekki hafnað.
Alves hefur verið frábær í liði Barcelona síðan hann kom frá Sevilla árið 2008 en hann mun líka kosta skildinginn þar sem hann er samningsbundinn Spánarmeisturunum til ársins 2015.
Barcelona er ekki mjög áhugasamt um að selja en gæti hugsað sig tvisvar um ef tilboð Anzhi verður eins hátt og félagið hefur gefið til kynna.
Alves myndi síðan hækka umtalsvert í launum nái Anzhi að fá sínu fram.
Anzhi ætlar að reyna að kaupa Alves

Mest lesið

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn

Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn

Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti


Sjáðu Albert skora gegn Juventus
Fótbolti

„Rjóminn á kökuna fyrir okkur“
Íslenski boltinn



Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn