Það var margt sögulegt við sigur Real Madrid á Barcelona í kvöld. Met voru sett og önnur runnu sitt endaskeið í þessum leik.
Cristiano Ronaldo er sigurvegari kvöldsins. Skoraði sigurmarkið sem var jafnframt mark númer 54 hjá honum í vetur. Hann er þar með búinn að toppa ótrúlegt tímabil sitt frá því í fyrra.
Af þessum 54 mörkum hafa 42 komið í spænsku deildinni. Enginn annar leikmaður í sögunni hefur náð að skora 42 mörk í spænsku úrvalsdeildinni.
Barcelona var búið að spila 54 heimaleiki í röð án þess að tapa þar til Real lagði þá í kvöld. Liðið hafði þess utan ekki tapað 34 leikjum í röð í deildinni.
Þetta var þess utan aðeins í þriðja skiptið sem Barcelona tapar tveim leikjum í röð undir stjórn Pep Guardiola. Það gerðist síðan í mái árið 2009.
Ronaldo búinn að bæta markametið á Spáni

Mest lesið

Sjötíu ára titlaþurrð á enda
Enski boltinn

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn


Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

United nálgast efri hlutann
Enski boltinn


Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn



Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti