Luis Alvaro de Oliveira Ribeiro, forseti Santos, er sannfærður um það að væri ekki rétta skrefið fyrir ungstirnið Neymar að fara til Jose Mourinho hjá Real Madrid.
Neymar þykir einn efnilegasti fótboltamaðurinn í heimi í dag og strákurinn hefur verið margoft orðaður við evrópsk stórlið eins og Barcelona, Chelsea og Real Madrid.
„Ímyndið ykkur bara að einhver eins og Mourinho myndi þjálfa Neymar þar sem allt snýst um aga inn á vellinum. Hann myndi örugglega eyðileggja einn hæfileikaríkasta fótboltamanninn í heimi," sagði Ribeiro í viðtali við Bandsports.
„Ég fæ hroll við tilhugsunina. Ég get bara ekki hugsað um afleiðingarnar sem að þetta hefði fyrir ferilinn hans Neymar," bætti Ribeiro við.
Neymar er tvítugur og spilar enn með Santos í Brasilíu. Hann hefur gefið það út að hann ætli sér að klára samning sinn við brasilíska félagið en samningurinn rennur út sumarið 2014. Eins og staðan er í dag þá þykir líklegast að hann fari til Barcelona.
Forseti Santos: Mourinho myndi eyðileggja Neymar
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Sjötíu ára titlaþurrð á enda
Enski boltinn

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn


Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

United nálgast efri hlutann
Enski boltinn


Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn



Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti