Hafnar tölum um efnahagsskaða - orkan selst ekki Kristján Már Unnarsson skrifar 10. maí 2012 19:00 Virkjanastopp sem ríkisstjórnin boðar í rammaáætlun þýðir að hagvöxtur verður 4-6% minni en ella og Ísland verður af fimm þúsund ársverkum, að mati greiningarfyrirtækis, sem reiknar með 270 milljarða króna fjárfestingatapi. Á Alþingi í dag sagði iðnaðarráðherra þessar tölur byggðar á veikum grunni. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vitnaði til þess í fyrirspurn að greiningarfyrirtækið GAMMA hefði birt þá niðurstöðu í gær að samfélagið yrði af gríðarlegum fjárfestingum næstu fjögur ár vegna tafa á framkvæmdum, sem ríkisstjórnin boðar í rammaáætlun; 120 milljörðum í orkumannvirkjum og 150 milljörðum í orkufrekum iðnaði og afleiddum störfum. "Þetta eru tæpir 300 milljarðar, virðulegi forseti, og um fimm þúsund ársstörf á næstu fjórum árum, samkvæmt skýrslu GAMMA," sagði Jón. Hann spurði Oddnýju Harðardóttur iðnaðarráðherra hvort hún hefði gert sér grein fyrir þessum afleiðingum og hvort hún myndi bregðast við þeim. Oddný svaraði með því að draga þær forsendur í efa að biðflokkur þýddi fjögurra ára bið og að orkan myndi seljast. "Eins og menn þekkja hefur enginn orkusamningur verið gerður frá hruni," sagði Oddný. Jón sagði að fyrir lægi yfirlýsing Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra um að biðflokkur þýddi minnst fjögurra ára bið. "Þessi málflutningur stenst því ekki skoðun. Það að Landsvirkjun geti ekki selt er í algjöru ósamræmi við þær upplýsingar sem við fáum frá Íslandsstofu, Landsvirkjun og öðrum þeim sem fjalla um þessi mál gagnvart áhugasömum erlendum kaupendum," sagði Jón. Hann ítrekaði spurninguna til Oddnýjar en fékk svipað svar. „Það er mikil umframorka til í kerfinu nú þegar sem ekki hefur tekist að selja. Landsvirkjun hefur sem kunnugt er ekki tekist að selja orku frá norðaustursvæðinu þótt margir hafi lýst yfir áhuga og séu í viðræðum við félagið," sagði Oddný og bætti við: "Sú niðurstaða sem fyrirtækið GAMMA kemst að er byggð á veikum grunni og er ekki í takt við raunveruleikann." Mest lesið „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Innlent Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Sjá meira
Virkjanastopp sem ríkisstjórnin boðar í rammaáætlun þýðir að hagvöxtur verður 4-6% minni en ella og Ísland verður af fimm þúsund ársverkum, að mati greiningarfyrirtækis, sem reiknar með 270 milljarða króna fjárfestingatapi. Á Alþingi í dag sagði iðnaðarráðherra þessar tölur byggðar á veikum grunni. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vitnaði til þess í fyrirspurn að greiningarfyrirtækið GAMMA hefði birt þá niðurstöðu í gær að samfélagið yrði af gríðarlegum fjárfestingum næstu fjögur ár vegna tafa á framkvæmdum, sem ríkisstjórnin boðar í rammaáætlun; 120 milljörðum í orkumannvirkjum og 150 milljörðum í orkufrekum iðnaði og afleiddum störfum. "Þetta eru tæpir 300 milljarðar, virðulegi forseti, og um fimm þúsund ársstörf á næstu fjórum árum, samkvæmt skýrslu GAMMA," sagði Jón. Hann spurði Oddnýju Harðardóttur iðnaðarráðherra hvort hún hefði gert sér grein fyrir þessum afleiðingum og hvort hún myndi bregðast við þeim. Oddný svaraði með því að draga þær forsendur í efa að biðflokkur þýddi fjögurra ára bið og að orkan myndi seljast. "Eins og menn þekkja hefur enginn orkusamningur verið gerður frá hruni," sagði Oddný. Jón sagði að fyrir lægi yfirlýsing Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra um að biðflokkur þýddi minnst fjögurra ára bið. "Þessi málflutningur stenst því ekki skoðun. Það að Landsvirkjun geti ekki selt er í algjöru ósamræmi við þær upplýsingar sem við fáum frá Íslandsstofu, Landsvirkjun og öðrum þeim sem fjalla um þessi mál gagnvart áhugasömum erlendum kaupendum," sagði Jón. Hann ítrekaði spurninguna til Oddnýjar en fékk svipað svar. „Það er mikil umframorka til í kerfinu nú þegar sem ekki hefur tekist að selja. Landsvirkjun hefur sem kunnugt er ekki tekist að selja orku frá norðaustursvæðinu þótt margir hafi lýst yfir áhuga og séu í viðræðum við félagið," sagði Oddný og bætti við: "Sú niðurstaða sem fyrirtækið GAMMA kemst að er byggð á veikum grunni og er ekki í takt við raunveruleikann."
Mest lesið „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Innlent Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Sjá meira