Fótbolti

22 úr unglingaliði Barca fengu fyrsta tækifærið í tíð Guardiola

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pep Guardiola.
Pep Guardiola. Mynd/Nordic Photos/Getty
Pep Guardiola, fráfarandi þjálfari spænska liðsins Barcelona, var óhræddur að gefa uppöldum leikmönnum tækifæri í aðalliðinu þau fjögur tímabil sem hann var með liðið. Barcelona vann fjórtán titla undir hans stjórn á þessum fjórum árum en þá fengu einnig 22 leikmenn úr unglingaliði Barca sitt fyrsta tækifæri með aðalliðinu. Heimasíða Barcelona hefur tekið saman upplýsingar um hvaða leikmenn spiluðu sinn fyrsta leik undir stjórn Guardiola

Guardiola þekkti vel til ungu leikmana Barcaelona þegar hann tók við aðalliðinu enda þjálfaði hann varalið Barca tímabilið á undan. Hann kallaði inn sex leikmenn á fyrsta tímabili sínu og þar á meðal er Sergio Busquets sem hefur síðan orðið fastamaður í bæði liði Barcelona og spænska landsliðsins.

Busquets, Thiago, Andreu Fontàs og Isaac Cuenca eru allir í aðalliði Barcaelona í dag og það þykir líklegt að menn eins og Marc Bartra, Marc Muniesa, Jonathan dos Santos og Martín Montoya bætist fljótlega í hópinn. Oriol Romeu (Chelsea), Nolito (Benfica), Botía (Sporting de Gijón), Xavi Torres (Levante) og Jonathan Soriano (FC Red Bull Salzburg) eru aftur á móti að reyna fyrir sér hjá öðrum félögum.

Nýliðarnir í þjálfaratíð Guardiola:

2008/09: Busquets, Thiago, Xavi Torres, Muniesa, Botía og Abraham

2009/10: Fontàs, Dos Santos, Soriano, Gai Assulin og Bartra

2010/11: Oriol Romeu, Sergi Gómez, Miño, Nolito, Montoya og Sergi Roberto

2011/12: Cuenca, Deulofeu, Rafinha, Tello og Riverola




Fleiri fréttir

Sjá meira


×