Flestir vilja takmarka setu forseta Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 17. júní 2012 18:34 Rúm sextíu prósent þeirra sem tóku þátt í könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins á dögunum telja að takmarka beri þann fjölda kjörtímabila sem forseti Íslands getur setið. Það kemur ekki á óvart að mest er andstaðan við slíkt á meðal stuðningsmanna Ólafs Ragnars Grímssonar. Þeir sem vilja takmarka setu forsetans eru þó ekki á einu máli um hve lengi hann geti gegnt embættinu. Fjögur prósent þeirra sem tóku afstöðu vilja setja mörkin við eitt kjörtímabil, Nítján prósent við tvö kjörtímabil og tuttugu og sjö prósent vilja að forseti geti aðeins setið þrjú kjörtímabik. Átta prósent nefndu síðan fjögur kjörtímabil og eitt prósent nefndi fimm eða fleiri kjörtímabil. Þrjátíu og níu prósent aðspurðra voru hinsvegar á því að engin takmörk ættu að vera á því hve lengi forseti sitji í embætti. Þegar litið er til þess hvaða frambjóðanda menn styðja í kosningunum kemur ekki á óvart að fimmtíu og sjö prósent þeirra sem segjast ætla að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson vilja engin takmörk í þessum efnum. Átján prósent stuðningsmanna Ólafs segjast reyndar vilja setja mörkin við þrjú tímabil, en nái Ólafur Ragnar kjöri í kosningunum sem fram undan eru, mun hann hefja sitt fimmta kjörtímabil. Á meðal óákveðinna kjósenda virðist einnig ríkur vilji til að takmarka setu forsetans, en sextíu og fimm prósent þeirra vill einhverskonar mörk í þessu sambandi. Þeir sem segjast ekki ætla að taka þátt í kosningunum eða skila auðu eru einnig hallir undir takmarkanir, sextíu prósent þeirra vilja festa það í lög hve lengi forseti geti setið á Bessastöðum. Hringt var í 1500 manns þann 13. og 14. júní síðastliðinn. 88% tóku afstöðu til spurningarinnar. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Sjá meira
Rúm sextíu prósent þeirra sem tóku þátt í könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins á dögunum telja að takmarka beri þann fjölda kjörtímabila sem forseti Íslands getur setið. Það kemur ekki á óvart að mest er andstaðan við slíkt á meðal stuðningsmanna Ólafs Ragnars Grímssonar. Þeir sem vilja takmarka setu forsetans eru þó ekki á einu máli um hve lengi hann geti gegnt embættinu. Fjögur prósent þeirra sem tóku afstöðu vilja setja mörkin við eitt kjörtímabil, Nítján prósent við tvö kjörtímabil og tuttugu og sjö prósent vilja að forseti geti aðeins setið þrjú kjörtímabik. Átta prósent nefndu síðan fjögur kjörtímabil og eitt prósent nefndi fimm eða fleiri kjörtímabil. Þrjátíu og níu prósent aðspurðra voru hinsvegar á því að engin takmörk ættu að vera á því hve lengi forseti sitji í embætti. Þegar litið er til þess hvaða frambjóðanda menn styðja í kosningunum kemur ekki á óvart að fimmtíu og sjö prósent þeirra sem segjast ætla að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson vilja engin takmörk í þessum efnum. Átján prósent stuðningsmanna Ólafs segjast reyndar vilja setja mörkin við þrjú tímabil, en nái Ólafur Ragnar kjöri í kosningunum sem fram undan eru, mun hann hefja sitt fimmta kjörtímabil. Á meðal óákveðinna kjósenda virðist einnig ríkur vilji til að takmarka setu forsetans, en sextíu og fimm prósent þeirra vill einhverskonar mörk í þessu sambandi. Þeir sem segjast ekki ætla að taka þátt í kosningunum eða skila auðu eru einnig hallir undir takmarkanir, sextíu prósent þeirra vilja festa það í lög hve lengi forseti geti setið á Bessastöðum. Hringt var í 1500 manns þann 13. og 14. júní síðastliðinn. 88% tóku afstöðu til spurningarinnar.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Sjá meira