Hólmfríður: Eigandinn mætir á leikinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. júní 2012 17:15 Hólmfríður á landsliðsæfingunni í gær. Mynd / Ernir Landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir líkar vel vistin hjá b-deildarfélaginu Avaldsnes í Noregi. Nýverið gekk Þórunn Helga Jónsdóttir, kollegi Hólmfríðar úr landsliðinu, til liðs við félagið eftir töluverða pressu frá Hólmfríði. Hún segir liðið vera orðið mikið Íslendingalið. „Þjálfarateymið og eigandi félagsins ætla að mæta á leikinn. Kannski á að kaupa fleiri Íslendinga," segir Hólmfríður og hlær. Auk Hólmfríðar og Þórunnar Helgu spilar markvörðurinn Björk Björnsdóttir með norska félaginu sem og framherjinn Kristín Ýr Bjarnadóttir. Avaldsnes situr á toppi norsku b-deildarinnar og hefur aðeins tapað einum leik af fyrstu níu. Liðið hefur fimm stiga forskot á næsta lið. Til marks um sterkan leikmannahóp liðsins hefur leik liðsins um næstu helgi verið frestað vegna landsleikja sem fram fara næstkomandi fimmtudag. Engum öðrum leik í deildinni hefur verið frestað. Auk íslensku landsliðsmannanna er írsk landsliðskona í liði Avaldsnes. Mikill metnaður virðist vera hjá norska félaginu og Hólmfríður samsinnir því. „Félagið var í D-deild fyrir þremur árum. Liðið lyfti sér upp í C-deild og svo í B-deild þar sem það spilaði í fyrra líkt og nú. Aðstaðan er mjög flott og mikill hugur hjá eiganda félagsins að gera þetta að stóru félagi," segir Hólmfríður sem er samningsbundin liðinu til loka leiktíðar. „Það gengur vel og vonandi förum við alla leið svo við getum fylgt liðinu upp um deild. Það er gaman þegar gengur vel," segir Hólmfríður sem er í samningaviðræðum við félagið með þeim fyrirvara að liðið fari upp. Prófraun í bikarnumAvaldsnes mætir úrvalsdeildarliðinu Amazon Grimstad í 16-liða úrslitum norska bikarsins eftir tæpar tvær vikur. Þá fá leikmenn liðsins forsmekkinn að því sem koma skal í efstu deild takist liðinu að tryggja sæti sitt þar. Hólmfríður hlakkar til leiksins. „Það er verst að Þórunn Helga verður ekki komin. En þjálfarinn okkar þjálfaði þær og tvær í okkar röðum spiluðu með liðinu. Það er mikill hugur að komast í átta liða úrslit," segir Hólmfríður sem hefur skorað tíu mörk í níu leikjum. Kristín Ýr, framherji liðsins, hefur einnig skorað tíu mörk og samanlagt hafa þær skorað 20 af 27 mörkum liðsins eða 74 prósent. Hólmfríður þvertekur fyrir að þær stöllur séu í markaskorunarkeppni. „Það skiptir engu máli hver skorar mörkin. Við hugsum bara um stigin þrjú í hverjum leik," segir Hólmfríður. Aðspurð hvort hægt sé að bera saman veruna í Noregi við tíma hennar í Bandaríkjunum er hún fljót til svars. „Það er ekki hægt að líkja þessu við Bandaríkin þar sem voru 5-17 þúsund manns að mæta á leikina. Þar var allt mjög fagmannlegt en þetta er bara annað og mjög skemmtilegt verkefni." Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi Sjá meira
Landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir líkar vel vistin hjá b-deildarfélaginu Avaldsnes í Noregi. Nýverið gekk Þórunn Helga Jónsdóttir, kollegi Hólmfríðar úr landsliðinu, til liðs við félagið eftir töluverða pressu frá Hólmfríði. Hún segir liðið vera orðið mikið Íslendingalið. „Þjálfarateymið og eigandi félagsins ætla að mæta á leikinn. Kannski á að kaupa fleiri Íslendinga," segir Hólmfríður og hlær. Auk Hólmfríðar og Þórunnar Helgu spilar markvörðurinn Björk Björnsdóttir með norska félaginu sem og framherjinn Kristín Ýr Bjarnadóttir. Avaldsnes situr á toppi norsku b-deildarinnar og hefur aðeins tapað einum leik af fyrstu níu. Liðið hefur fimm stiga forskot á næsta lið. Til marks um sterkan leikmannahóp liðsins hefur leik liðsins um næstu helgi verið frestað vegna landsleikja sem fram fara næstkomandi fimmtudag. Engum öðrum leik í deildinni hefur verið frestað. Auk íslensku landsliðsmannanna er írsk landsliðskona í liði Avaldsnes. Mikill metnaður virðist vera hjá norska félaginu og Hólmfríður samsinnir því. „Félagið var í D-deild fyrir þremur árum. Liðið lyfti sér upp í C-deild og svo í B-deild þar sem það spilaði í fyrra líkt og nú. Aðstaðan er mjög flott og mikill hugur hjá eiganda félagsins að gera þetta að stóru félagi," segir Hólmfríður sem er samningsbundin liðinu til loka leiktíðar. „Það gengur vel og vonandi förum við alla leið svo við getum fylgt liðinu upp um deild. Það er gaman þegar gengur vel," segir Hólmfríður sem er í samningaviðræðum við félagið með þeim fyrirvara að liðið fari upp. Prófraun í bikarnumAvaldsnes mætir úrvalsdeildarliðinu Amazon Grimstad í 16-liða úrslitum norska bikarsins eftir tæpar tvær vikur. Þá fá leikmenn liðsins forsmekkinn að því sem koma skal í efstu deild takist liðinu að tryggja sæti sitt þar. Hólmfríður hlakkar til leiksins. „Það er verst að Þórunn Helga verður ekki komin. En þjálfarinn okkar þjálfaði þær og tvær í okkar röðum spiluðu með liðinu. Það er mikill hugur að komast í átta liða úrslit," segir Hólmfríður sem hefur skorað tíu mörk í níu leikjum. Kristín Ýr, framherji liðsins, hefur einnig skorað tíu mörk og samanlagt hafa þær skorað 20 af 27 mörkum liðsins eða 74 prósent. Hólmfríður þvertekur fyrir að þær stöllur séu í markaskorunarkeppni. „Það skiptir engu máli hver skorar mörkin. Við hugsum bara um stigin þrjú í hverjum leik," segir Hólmfríður. Aðspurð hvort hægt sé að bera saman veruna í Noregi við tíma hennar í Bandaríkjunum er hún fljót til svars. „Það er ekki hægt að líkja þessu við Bandaríkin þar sem voru 5-17 þúsund manns að mæta á leikina. Þar var allt mjög fagmannlegt en þetta er bara annað og mjög skemmtilegt verkefni."
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi Sjá meira