Karim Benzema, leikmaður Real Madrid og franska landsliðsins, hefur nú staðfest að Manchester United hafi reynt að fá leikmanninn til liðsins undanfarinn þrjú tímabil.
Benzema mun vera í fremstu víglínu þegar Frakkland mætir Englandi á Evrópu mótinu í knattspyrnu sem fram fer þessa daganna í Póllandi og Úkraínu.
„Ég er virkilega ánægður hjá Real Madrid og tilhugsunin að yfirgefa klúbbinn hefur aldrei komið upp. Forráðamenn Manchester United hafa haft samband við mig undanfarinn ár og sýnt mér mikinn áhuga."
„Ég hef nokkrum sinnum verið nálægt því að fara til Englands en það var samt alltaf markmiðið að komast í klúbb eins og Real Madrid. Ég hef ekki séð eftir þeirri ákvörðun."
„Ég er samningsbundinn Real Madrid til ársins 2015 og mun vera þar áfram. Ég á eftir að vinna fleiri titla með félaginu og þegar maður finnur lyktina af velgengni þá vill bara meira."
„Maður getur samt sem áður aldrei útilokað neitt og líklega mun ég einn daginn spila á Englandi."
Benzema: Hef fengið tilboð frá Manchester United síðastliðin þrjú ár
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið

Sjötíu ára titlaþurrð á enda
Enski boltinn

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn


Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

United nálgast efri hlutann
Enski boltinn


Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn



Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti