Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Grindavík 2-1 Stefán Hirst Friðriksson á Nettóvellinum skrifar 30. júlí 2012 17:13 Mynd/Guðmundur Bjarki Keflvíkingar unnu í kvöld verðskuldaðan 2-1 sigur á nágrönnum sínum úr Grindavík í 13. umferð Pepsi-deildarinnar. Það var Magnús Sverrir Þorsteinsson sem tryggði sínum mönnum sigurinn með glæsilegu marki undir lok leiks. Útlitið því orðið verulega dökkt fyrir Grindvíkinga en þeir eru sem fyrr í neðsta sæti deildarinnar. Grindvíkingar sýndu áhorfendum hvers vegna þeir eru neðstir í deildinni á fyrsta hálftíma fyrri hálfleiks, en aðra eins yfirspilun hefur undirritaður ekki oft séð. Keflvíkingar fengu aragrúa af færum til þess að komast yfir en gestirnir voru oft á tíðum stálheppnir, ásamt því að Óskar Pétursson, markvörður liðsins, bjargaði sínum mönnum. Grindvíkingar tóku aðeins við sér þegar tæplega stundarfjórðungur var eftir af hálfleiknum og hefðu þeir getað náð forystunni þegar Scott Ramsay átti gott skot sem hafnaði í stönginni. Staðan því markalaus í fjörugum hálfleik og í raun ótrúlegt að ekkert mark hafi dottið inn. Keflvíkingar byrjuðu síðari hálfleikinn af álíka krafti og þeir byrjuðu þann fyrri og komust þeir yfir á 60. mínútu leiksins. Þá keyrði Arnór Ingvi Traustason upp völlinn eftir sókn Grindvíkinga, gaf boltann á Sigurberg Elísson og átti hann ekki í miklum erfiðleikum með að klára færið. Vel útfærð skyndisókn heimamanna og verðskulduð forysta. Gestirnir úr Grindavík virtust vakna við markið og tókst þeim að jafna leikinn á 74. mínútu. Þar var að verki Pape Mamadou Faye en hann skallaði frábæra fyrirgjöf utan af kanti snyrtilega í netið Heimamenn voru þó sterkari á síðasta stundarfjórðung leiksins og tókst þeim loksins að tryggja sér sigurinn undir blálokin. Þá átti Magnús Sverrir Þorsteinsson, sem var nýkominn inn á, góðan sprett framhjá vörn Grindavíkur og átti hann frábært skot frá vítateigslínunni sem Óskar réð ekki við. Frábært mark en skelfilegur varnarleikur. Verðskuldaður heimasigur því staðreynd í fjörugum leik.Zoran: Loksins sigur á heimavelli „Við erum búnir að vera í vandræðum á heimavelli í sumar en við náðum loksins heimasigri. Það var eitt lið á vellinum í fyrri hálfleik og skil ég ekki hvernig við vorum ekki búnir að klára þetta fyrr. Við héldum svo pressunni áfram og komumst verðskuldað yfir í seinni hálfleiknum. Það er þó alltaf hættuleg staða eins og kom í ljós," sagði Zoran. „Ég er gríðarlega ánægður með karakterinn í liðinu en við gáfum ekkert eftir þegar þeim tókst að jafna . Leikmenn voru greinilega tilbúnir að leggja sig alla fram til þess að vinna leikinn og er ég því mjög sáttur í leikslok," bætti Zoran við. „Við gerðum breytingar eftir jöfnunarmarkið og vildum við fá fljóta menn inn á völlinn. Það gekk eftir og gerði Magnús frábærlega í sigurmarkinu sem kláraði leikinn fyrir okkur," sagði Zoran Daníel Ljubicic, þjálfari Keflavíkur í leikslok.Guðjón: Hellingur af stigum eftir í pottinum „Ég er svekktur og óánægður að hafa fengið á okkur sigurmark í blálokin. Maðurinn hleypur upp völlinn óáreittur og klárar leikinn fyrir þá. Þetta var ekki góð varnarvinna hjá okkar mönnum og algjör klaufaskapur," sagði Guðjón „Við náðum að jafna leikinn og taldi ég okkur í góðum möguleika til þess að klára leikinn í kjölfarið. Það gekk ekki eftir og er ég gríðarlega svekktur," bætti Guðjón við. „Það er hellingur af stigum eftir í pottinum. Það eru þrjú lið sem virðast ætla að vera á botninum og höfum við ennþá trú á þessu. Menn verða hinsvegar að hafa trú á sjálfum sér og liðsfélögum sínum og er það fyrst og fremst það sem við þurfum að bæta," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindavíkur í leikslok.Pape: Fáum á okkur aulamark í lokin „Þetta er mjög svekkjandi. Við vorum allir að leggja okkur fram en þeir náðu aulamarki í lokin sem vinnur leikinn fyrir þá. Við erum búnir að vera óheppnir í mörgum leikjum í sumar en við erum að reyna að snúa blaðinu við.," sagði Pape. Gengið liðsins hefur verið skelfilegt það sem af er sumri en liðið á þó undanúrslitaleik gegn KR í Borgunar-bikarnum í vikunni. Pape sagði sína menn vera tilbúna í þann slag „Við erum spenntir fyrir leiknum á fimmtudaginn og erum við óhræddir við KR-liðið. Við förum í þann leik til þess að vinna hann," sagði Pape Mamadou Faye, leikmaður Grindavíkur í leikslok. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Keflvíkingar unnu í kvöld verðskuldaðan 2-1 sigur á nágrönnum sínum úr Grindavík í 13. umferð Pepsi-deildarinnar. Það var Magnús Sverrir Þorsteinsson sem tryggði sínum mönnum sigurinn með glæsilegu marki undir lok leiks. Útlitið því orðið verulega dökkt fyrir Grindvíkinga en þeir eru sem fyrr í neðsta sæti deildarinnar. Grindvíkingar sýndu áhorfendum hvers vegna þeir eru neðstir í deildinni á fyrsta hálftíma fyrri hálfleiks, en aðra eins yfirspilun hefur undirritaður ekki oft séð. Keflvíkingar fengu aragrúa af færum til þess að komast yfir en gestirnir voru oft á tíðum stálheppnir, ásamt því að Óskar Pétursson, markvörður liðsins, bjargaði sínum mönnum. Grindvíkingar tóku aðeins við sér þegar tæplega stundarfjórðungur var eftir af hálfleiknum og hefðu þeir getað náð forystunni þegar Scott Ramsay átti gott skot sem hafnaði í stönginni. Staðan því markalaus í fjörugum hálfleik og í raun ótrúlegt að ekkert mark hafi dottið inn. Keflvíkingar byrjuðu síðari hálfleikinn af álíka krafti og þeir byrjuðu þann fyrri og komust þeir yfir á 60. mínútu leiksins. Þá keyrði Arnór Ingvi Traustason upp völlinn eftir sókn Grindvíkinga, gaf boltann á Sigurberg Elísson og átti hann ekki í miklum erfiðleikum með að klára færið. Vel útfærð skyndisókn heimamanna og verðskulduð forysta. Gestirnir úr Grindavík virtust vakna við markið og tókst þeim að jafna leikinn á 74. mínútu. Þar var að verki Pape Mamadou Faye en hann skallaði frábæra fyrirgjöf utan af kanti snyrtilega í netið Heimamenn voru þó sterkari á síðasta stundarfjórðung leiksins og tókst þeim loksins að tryggja sér sigurinn undir blálokin. Þá átti Magnús Sverrir Þorsteinsson, sem var nýkominn inn á, góðan sprett framhjá vörn Grindavíkur og átti hann frábært skot frá vítateigslínunni sem Óskar réð ekki við. Frábært mark en skelfilegur varnarleikur. Verðskuldaður heimasigur því staðreynd í fjörugum leik.Zoran: Loksins sigur á heimavelli „Við erum búnir að vera í vandræðum á heimavelli í sumar en við náðum loksins heimasigri. Það var eitt lið á vellinum í fyrri hálfleik og skil ég ekki hvernig við vorum ekki búnir að klára þetta fyrr. Við héldum svo pressunni áfram og komumst verðskuldað yfir í seinni hálfleiknum. Það er þó alltaf hættuleg staða eins og kom í ljós," sagði Zoran. „Ég er gríðarlega ánægður með karakterinn í liðinu en við gáfum ekkert eftir þegar þeim tókst að jafna . Leikmenn voru greinilega tilbúnir að leggja sig alla fram til þess að vinna leikinn og er ég því mjög sáttur í leikslok," bætti Zoran við. „Við gerðum breytingar eftir jöfnunarmarkið og vildum við fá fljóta menn inn á völlinn. Það gekk eftir og gerði Magnús frábærlega í sigurmarkinu sem kláraði leikinn fyrir okkur," sagði Zoran Daníel Ljubicic, þjálfari Keflavíkur í leikslok.Guðjón: Hellingur af stigum eftir í pottinum „Ég er svekktur og óánægður að hafa fengið á okkur sigurmark í blálokin. Maðurinn hleypur upp völlinn óáreittur og klárar leikinn fyrir þá. Þetta var ekki góð varnarvinna hjá okkar mönnum og algjör klaufaskapur," sagði Guðjón „Við náðum að jafna leikinn og taldi ég okkur í góðum möguleika til þess að klára leikinn í kjölfarið. Það gekk ekki eftir og er ég gríðarlega svekktur," bætti Guðjón við. „Það er hellingur af stigum eftir í pottinum. Það eru þrjú lið sem virðast ætla að vera á botninum og höfum við ennþá trú á þessu. Menn verða hinsvegar að hafa trú á sjálfum sér og liðsfélögum sínum og er það fyrst og fremst það sem við þurfum að bæta," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindavíkur í leikslok.Pape: Fáum á okkur aulamark í lokin „Þetta er mjög svekkjandi. Við vorum allir að leggja okkur fram en þeir náðu aulamarki í lokin sem vinnur leikinn fyrir þá. Við erum búnir að vera óheppnir í mörgum leikjum í sumar en við erum að reyna að snúa blaðinu við.," sagði Pape. Gengið liðsins hefur verið skelfilegt það sem af er sumri en liðið á þó undanúrslitaleik gegn KR í Borgunar-bikarnum í vikunni. Pape sagði sína menn vera tilbúna í þann slag „Við erum spenntir fyrir leiknum á fimmtudaginn og erum við óhræddir við KR-liðið. Við förum í þann leik til þess að vinna hann," sagði Pape Mamadou Faye, leikmaður Grindavíkur í leikslok.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira