Menning

Kjarnorkuárásanna á Japan minnst

Sýning um kjarnorkusprengjurnar sem varpað var á Hírósíma og Nagasaki opnar í Borgarbókasafni í dag.
Sýning um kjarnorkusprengjurnar sem varpað var á Hírósíma og Nagasaki opnar í Borgarbókasafni í dag.
Fræðslu- og ljósmyndasýning um kjarnorkusprengjurnar sem varpað var á Hírosíma og Nagasaki og afleiðingar þeirra verður opnuð í Borgarbókasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu í kvöld.

Á sýningunni má skoða muni frá atburðunum, auk ljósmynda og fræðsluefnis sem sýnir geigvænleg áhrif kjarnorkusprenginganna á íbúa og mannvirki í Hírósíma og Nagasaki. Alls létust strax, eða á fyrstu mánuðunum eftir að sprengjurnar féllu, um 214 þúsund manns og álíka margir hafa fram til ársins 2011 látist af eftirköstum kjarnorkuárásanna.

Enn þjást um 227.500 manns sem bjuggu í Hírósíma og Nagasaki árið 1945 af sjúkdómum sem raktir eru til sprenginganna.

Sýningin kemur hingað frá Nagasaki-minningarsafninu, Nagasaki National Peace Memorial Hall for the Atomic Bomb Victims, sem starfar á vegum japanska velferðarráðuneytisins.

Í tengslum við sýninguna verða margs konar viðburðir, sem nálgast má upplýsingar um á vefsíðunni hirosimanagasaki.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.