Lygilegur sigur AIK í Rússlandi | Heerenveen úr leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. ágúst 2012 19:04 Úr leik Heerenveen og Molde í kvöld. Nordic Photos / AFP Helgi Valur Daníelsson spilaði allan leikinn þegar að sænska liðið AIK vann ótrúlegan 2-0 sigur á CSKA Mosvku í Rússlandi og tryggði sér þar með sæti í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA í vetur. Hollenska liðið Heerenveen er hins vegar úr leik eftir 4-1 samanlagt tap fyrir Noregsmeisturum Molde. Alfreð Finnbogason er á mála hjá Heerenven en gat ekki spilað með liðinu í kvöld þar sem hann spilaði með sænska liðinu Helsingborg í forkeppni Meistaradeilar Evrópu fyrr í sumar. Alfreð hefði mátt spila með liðinu í riðlakeppninni ef liðið hefði komist áfram úr forkeppninni. Sænska liðið AIK náði hins vegar að komast áfram eftir spennandi leik í Rússlandi í kvöld. Heimamenn í CSKA Moskvu höfðu 1-0 forystu eftir fyrri leikinn, sem fór fram í Svíþjóð, en Helgi Valur Daníelsson og félagar hans náðu að snúa einvíginu sér í hag og vinna 2-0 sigur í kvöld. Þar með vann AIK samanlagðan 2-1 sigur. Kwame Amponsah Karikari skoraði fyrra mark AIK strax á sjöttu mínútu og þannig stóðu leikar fram í uppbótartíma leiksins. Martin Lorentzson skoraði þá aftur fyrir AIK, með síðustu spyrnu leiksins, og tryggði liðinu þar með sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. CSKA Mosvka komst í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu á síðasta tímabili og var mun meira með boltann í kvöld. Liðið átti 31 marktilraun í leiknum, þar af níu sem rötuðu á markið, en ekki vildi boltinn inn. Svíarnir áttu tvö skot á markið og bæði fóru inn. Þeir fögnuðu því lygilegum sigri. Nokkrum leikjum er lokið og má sjá úrslit þeirra hér fyrir neðan. Fjölmargir leikir hefjast svo um það leyti sem þetta er skrifað en forkeppninni lýkur í kvöld. Þess má geta að KR-banarnir í HJK Helsinki komust ekki áfram eftir að hafa steinlegið fyrir Athletic Bilbao samanlagt, 9-3.Evrópudeild UEFA, lokaumferð forkeppninnar:Apoel (Kýpur) - Neftchi Baku (Aserbaídsjan) 3-1 (2-4) HJK Helsinki (Finnlandi) - Athletic Bilbao (Spáni) 3-3 (3-9) Dila Gori (Georgíu) - Maritimo (Portúgal) 0-2 (0-3) Heerenveen (Hollandi) - Molde (Noregi) 1-2 (1-4)Hapoel Tel Aviv (Ísrael) - F91 Dudelange (Lúxemborg) 4-0 (7-1) CSKA Moskva (Rússlandi) - AIK (Svíþjóð) 0-2 (1-2)Rosenborg (Noregi) - Legia Varsjá (Póllandi) 2-1 (3-2)Dnipro Dnipropetrovesk (Úkraínu) - Slovan Liberec (Slóvakíu) 4-2 (6-4) Dynamo Moskva (Rússlandi) - Stuttgart (Þýskalandi) 1-1 (1-3)PSV Eindhoven (Hollandi) - Zeta (Svartfjallalandi) 9-0 (14-0) Evrópudeild UEFA Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Sjá meira
Helgi Valur Daníelsson spilaði allan leikinn þegar að sænska liðið AIK vann ótrúlegan 2-0 sigur á CSKA Mosvku í Rússlandi og tryggði sér þar með sæti í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA í vetur. Hollenska liðið Heerenveen er hins vegar úr leik eftir 4-1 samanlagt tap fyrir Noregsmeisturum Molde. Alfreð Finnbogason er á mála hjá Heerenven en gat ekki spilað með liðinu í kvöld þar sem hann spilaði með sænska liðinu Helsingborg í forkeppni Meistaradeilar Evrópu fyrr í sumar. Alfreð hefði mátt spila með liðinu í riðlakeppninni ef liðið hefði komist áfram úr forkeppninni. Sænska liðið AIK náði hins vegar að komast áfram eftir spennandi leik í Rússlandi í kvöld. Heimamenn í CSKA Moskvu höfðu 1-0 forystu eftir fyrri leikinn, sem fór fram í Svíþjóð, en Helgi Valur Daníelsson og félagar hans náðu að snúa einvíginu sér í hag og vinna 2-0 sigur í kvöld. Þar með vann AIK samanlagðan 2-1 sigur. Kwame Amponsah Karikari skoraði fyrra mark AIK strax á sjöttu mínútu og þannig stóðu leikar fram í uppbótartíma leiksins. Martin Lorentzson skoraði þá aftur fyrir AIK, með síðustu spyrnu leiksins, og tryggði liðinu þar með sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. CSKA Mosvka komst í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu á síðasta tímabili og var mun meira með boltann í kvöld. Liðið átti 31 marktilraun í leiknum, þar af níu sem rötuðu á markið, en ekki vildi boltinn inn. Svíarnir áttu tvö skot á markið og bæði fóru inn. Þeir fögnuðu því lygilegum sigri. Nokkrum leikjum er lokið og má sjá úrslit þeirra hér fyrir neðan. Fjölmargir leikir hefjast svo um það leyti sem þetta er skrifað en forkeppninni lýkur í kvöld. Þess má geta að KR-banarnir í HJK Helsinki komust ekki áfram eftir að hafa steinlegið fyrir Athletic Bilbao samanlagt, 9-3.Evrópudeild UEFA, lokaumferð forkeppninnar:Apoel (Kýpur) - Neftchi Baku (Aserbaídsjan) 3-1 (2-4) HJK Helsinki (Finnlandi) - Athletic Bilbao (Spáni) 3-3 (3-9) Dila Gori (Georgíu) - Maritimo (Portúgal) 0-2 (0-3) Heerenveen (Hollandi) - Molde (Noregi) 1-2 (1-4)Hapoel Tel Aviv (Ísrael) - F91 Dudelange (Lúxemborg) 4-0 (7-1) CSKA Moskva (Rússlandi) - AIK (Svíþjóð) 0-2 (1-2)Rosenborg (Noregi) - Legia Varsjá (Póllandi) 2-1 (3-2)Dnipro Dnipropetrovesk (Úkraínu) - Slovan Liberec (Slóvakíu) 4-2 (6-4) Dynamo Moskva (Rússlandi) - Stuttgart (Þýskalandi) 1-1 (1-3)PSV Eindhoven (Hollandi) - Zeta (Svartfjallalandi) 9-0 (14-0)
Evrópudeild UEFA Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Sjá meira