Fótbolti

Iniesta valinn besti knattspyrnumaðurinn í Evrópu 2012

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andrés Iniesta.
Andrés Iniesta. Mynd/Nordic Photos/Getty
Spánverjinn Andrés Iniesta var valinn besti knattspyrnumaður Evrópu 2012 af 53 blaðamönnum frá öllum löndum innan UEFA. Valið fór fram í beinni í Mónakó í kvöld í kjölfarið á drættinum fyrir riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Andrés Iniesta fór á kostum með Barcelona og var lykilmaður þegar Spánverjar urðu Evrópumeistarar í sumar. Iniesta var einnig kosinn besti leikmaður Evrópukeppninnar en frammistaða hans á EM í sumar hafði örugglega mest að segja í valinu.

Þetta er í annað skiptið sem þessi verðlaun eru veitt en þau voru stofnuð eftir að verðlaun France Football, Gullboltinn, voru sameinuð verðlaunum FIFA. Lionel Messi fékk þessi verðlaun í fyrra.

Andrés Iniesta, Lionel Messi og Cristiano Ronaldo fengu flest atkvæði í kjörinu og blaðamennirnir frá aðildarlöndunum 53 voru mættir til Mónakó í kvöld til þess að kjósa á milli þeirra í beinni.

Efstu tíu menn í kjörinu:

1. Andrés Iniesta (Spánn) – FC Barcelona

2. Lionel Messi (Argentína) – FC Barcelona

3. Cristiano Ronaldo (Portúgal) – Real Madrid CF

4. Andrea Pirlo (Ítalía) – Juventus

5. Xavi Hernández (Spánn) – FC Barcelona

6. Iker Casillas (Spánn) – Real Madrid CF

7. Didier Drogba (Fílabeinsströndin) – Chelsea FC

8. Petr Cech (Tékkland) – Chelsea FC

8. Falcao (Kólumbía) – Club Atlético de Madrid

10. Mesut Özil (Þýskaland) – Real Madrid CF




Fleiri fréttir

Sjá meira


×