Fótbolti

Níu nýliðar í U-21 landsliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eyjólfur og Tómas Ingi Tómason, aðstoðarmaður hans.
Eyjólfur og Tómas Ingi Tómason, aðstoðarmaður hans. Mynd/Stefán
Eyjólfur Sverrisson hefur valið U-21 landslið Íslands sem mætir Belgíu í undankeppni EM 2013. Þetta er síðasti leikur Íslands í riðlinum.

Eyjólfur valdi átján leikmenn og af þeim eru níu nýliðar. Ísland er í neðsta sæti riðilsins og má gera ráð fyrir því að Eyjólfur sé með þessu að gefa yngri leikmönnum reynslu fyrir næstu undankeppni.

Landsliðið er þannig skipað:

Markverðir:

Árni Snær Ólafsson, ÍA

Rúnar Alex Rúnarsson, KR

Varnarmenn:

Hólmar Örn Eyjólfsson, Bochum

Eiður Aron Sigurbjörnsson, Örebro

Hörður B. Magnússon, Juventus

Davíð Ásbjörnsson, Fylki

Einar Karl Ingvarsson, FH

Sverrir Ingi Ingason, Breiðabliki

Miðjumenn:

Guðlaugur Victor Pálsson, Nijmegen

Jón Daði Böðvarsson, Selfossi

Guðmundur Þórarinsson, ÍBV

Andri Adolphsson, ÍA

Andri Rafn Yeoman, Breiðabliki

Arnór Ingvi Traustason, Sandnes Ulf

Hólmbert Friðjónsson, Fram

Sóknarmenn:

Aron Jóhannsson, AGF

Kristinn Steindórsson, Halmstad

Emil Atlason, KR




Fleiri fréttir

Sjá meira


×