Fótbolti

Mancini: Vonbrigði að tapa þessum stigum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, segir að það hafi verið sárt að tapa fyrir Real Madrid í kvöld eftir að hafa náð 2-1 forystu seint í leiknum.

Madrídingar skoruðu tvívegis á lokamínútum leiksins og tryggðu sér dramatískan sigur. „Þetta eru okkur mikil vonbrigði. Við spiluðum ekki vel í fyrri hálfleik en vorum betri í þeim síðari," sagði hann.

„Við vorum ekki á tánum eftir að við komumst 2-1 yfir. Það þýðir ekki lengur að tala um reynsluleysi í okkar liði því við erum með marga góða leikmenn sem eru reyndir landsliðsmenn í sínum löndum."

„Ég er ánægður með frammistöðuna í seinni hálfleik en við þurfum að bæta okkur. Við eigum að vera óánægðir með þessi töpuðu stig hér í kvöld."

„Ég á von á því að önnur lið munu líka tapa á þessum velli. Það eru fimm leikir eftir í riðlinum og við verðum að vinna Dortmund á heimavelli í næsta leik. Dortmund er topplið en í þetta skiptið viljum við komast áfram úr riðlakeppninni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×