Erlent

Tugir þúsunda mótmæltu í Moskvu í dag

Frá mótmælunum á síðasta ári.
Frá mótmælunum á síðasta ári.

Tugir þúsunda kröfðust þess í Moskvu í dag að Vladimir Pútín, forsætisráðherra Rússlands, segði af sér. Þetta eru fyrstu stóru mótmælin í Moskvu í þrjá mánuði. Um sjö þúsund lögregluþjónar fylgdust með mótmælunum sem samanstóðu af afar ólíkum hópum. Þannig tók samkynhneigðir aðgerðarsinnar þátt í mótmælunum sem og þjóðernissinnar auk fjölda kennara og stúdenta.

Mótmælin fóru friðsamlega fram. Fréttaskýrendur segja að mótmælin tákni að andstaðan við Pútín og ríkisstjórn hans sé enn mjög öflug þrátt fyrir harkalegri aðgerðir lögreglunnar síðustu mánuði gegn mótmælendum. Meðal annars voru meðlimir pönksveitarinnar pussy Riot handteknir og dæmdir fyrir andóf sitt í rússneskri réttrúnaðarkirkju sem beindist gegn Pútín eins og frægt er orðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×