Rekstur spænska knattspyrnufélagsins Real Madrid gengur vel þrátt fyrir mikla efnahagskreppu á Spáni og spænsku meistararnir tilkynntu í dag metinnkomu á síðasta ári.
Heildartekjur Real Madrid á síðustu leiktíð voru 81,7 milljarðar íslenskra króna eða meira en fimm milljarðar meira en tímabilið á undan sem var jafnframt metár.
Hagnaður Real Madrid á árinu var 34 milljónir evra eða um 5,3 milljarðar íslenskra króna.
Real Madrid tókst ennfremur að lækka skuldir félagsins um meira en sjö milljarða íslenskra króna og náði þar með að fylgja nýjum kröfum UEFA um rekstur fótboltafélaga.
Real Madrid er ríkasta fótboltafélag heims og með því að tefla fram svona ársreikningum í hörðu ári þá bendir ekkert til annars en að það haldist óbreytt á næstunni.
Heildartekjur Real Madrid á síðustu leiktíð voru 81,7 milljarðar
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Sjötíu ára titlaþurrð á enda
Enski boltinn

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn


Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

United nálgast efri hlutann
Enski boltinn


Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn



Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti