Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 0-4 Stefán Hirst Friðriksson á KR-velli skrifar 16. september 2012 16:15 Titilvonir KR-inga eru endanlega úti eftir 4-0 sigur Breiðabliks á liðinu í nítjándu umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Frammistaða Vesturbæjarliðsins var hörmuleg og sigurinn sannarlega verðskuldaður. Kristinn Jónsson, Nichlas Rohde, Elfar Árni Aðalsteinsson og Tómas Óli Garðarsson sáu um markaskorunina fyrir sitt lið í leiknum. Blikar eru í bullandi baráttu um Evrópusæti eftir sigurinn. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað og voru Blikar sprækari á upphafsmínútunum en marktækifærin féllu í hendur heimamanna í KR. Grétar Sigfinnur Sigurðsson og Emil Atlason voru báðir nálægt þvi að koma sínum mönnum yfir en bæði skotin höfnuðu í tréverki andstæðinganna. Það var svo á 22. mínútu þegar Þorsteinn Már Ragnarsson var felldur inn í teig og vítaspyrna umsvifalaust dæmd. Gary Martin steig á punktinn en Ingvar Kale greip slaka vítaspyrnu hans. Blikar komust svo yfir á 34. mínútu nokkuð gegn gangi leiksins. Þá skoraði Kristinn Jónsson algjört draumamark úr aukaspyrnu af löngu færi. Lítið gerðist á næstu mínútum og Blikar því með forystu þegar flautað var til hálfleiks. Nokkuð jafnræði var með liðunum í upphafi síðari hálfleiksins en síðustu tuttugu mínútur hans voru eign Blika en þeir gerðu þrjú mörk á þessum tíma. Fyrst var það Nichlas Rohde sem kom sínum mönnum í 2-0 áður en að Elfar Árni Aðalsteinsson bætti þriðja markinu við. Tómas Óli Garðarsson innsiglaði svo sigurinn á lokamínútunni með stórkostlegu marki en hann snéri boltann upp í vinkilinn frá vítateigshorninu. Stórsigur Breiðabliks því staðreynd og sigurinn svo sannarlega verðskuldaður.Rúnar: Erfitt að útskýra þetta slaka gengi „Þetta voru skelfileg úrslit fyrir okkur. Við spiluðum ágætlega í fyrri hálfleiknum en þeir skora úr drauma aukaspyrnu og leiddu í hálfleik. Við stjórnuðum svo leiknum í upphafi seinni hálfleiksins en náum ekki að nýta það og ganga þeir svo á lagið og því fór sem fór," sagði Rúnar. Rúnar var ómyrkur í máli í lok leiks og sagði gengi liðsins að undanförnu illskiljanlegt „Það er erfitt að útskýra gengi okkar í undanförnum leikjum. Við höfum lagt leikina upp með því að reyna að vinna þá en það virðist ekkert ganga né falla með okkur," bætti Rúnar við. Við erum bara búnir að ná í átta stig í síðari umferðinni sem er skelfileg uppskera og erum við alls ekki sáttir við það. Við erum bikarmeistarar en erum búnir að missa af titlinum og er það sárt og svekkjandi. Við stefndum á að ná að vinna deildina líka en það gekk ekki eftir," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR að lokum.Ólafur: Ætlum okkur Evrópusæti „Þrjú stig, halda hreinu og skora fjögur mörk, það er virkilega ljúft. Þeir fengu góð færi í fyrri hálfleik til þess að skora mér fannst við vera þrautseigir og unnum við vel úr því sem við fengum í leiknum" sagði Ólafur. „Evrópusætið er inn í myndinni og höfum við ætlað að ná okkur í það sæti í langan tíma. Þessi sigur gefur okkur stuð í bakið í þessari baráttu og voru þetta mjög mikilvæg þrjú stig. Við þurfum að koma vel stemmdir inn í næsta leik og klára þetta mót með sæmd," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks í leikslok. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Handbolti Willum Þór með stoðsendingaþrennu í stórsigri Enski boltinn „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ Handbolti Erin frá Stjörnunni til Kanada Fótbolti Grétar í átta mánaða bann: Sakaður um ofbeldi og tal um typpalykt Sport Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Körfubolti Uppgjörið: Valur - Melsungen 28 - 33 | Héldu í við þýska toppliðið Handbolti Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Handbolti Napoli jók forskotið á toppi deildarinnar Fótbolti Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Höskuldur besti leikmaður mótsins og Anton hlaut gullhanskann „Maður var eiginlega að óska þess að Víkingur myndi ekki tapa“ „Þetta kjaftæði, það stoppar ekki Kópavoginn“ „Höfum fengið að blómstra fyrir það sem við nákvæmlega erum“ „Langbesta liðið í þessari deild“ Uppgjörið: Víkingur R. - Breiðablik 0-3 | Titillinn í Kópavog eftir meistaraframmistöðu Blikar þurftu að gera breytingu eftir slæman árekstur Stress og spenna hjá stuðningsmönnum fyrir úrslitaleikinn Byrjunarliðin í úrslitaleiknum: Oliver Ekroth mættur aftur og Nikolaj Hansen byrjar Pétur hættur með Val Bretti í Víkinni máluð græn og Víkingar ætla að kæra Blika Útilegustemmning hjá stuðningsmönnum Blika í Víkinni „Feginn að okkur dugir ekki jafntefli“ „Vona að þessi leikur verði epískur“ Stúkumenn svara stóru spurningunum fyrir úrslitaleikinn Sjáðu markaflóðið úr Bestu deildinni í gær Sjá meira
Titilvonir KR-inga eru endanlega úti eftir 4-0 sigur Breiðabliks á liðinu í nítjándu umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Frammistaða Vesturbæjarliðsins var hörmuleg og sigurinn sannarlega verðskuldaður. Kristinn Jónsson, Nichlas Rohde, Elfar Árni Aðalsteinsson og Tómas Óli Garðarsson sáu um markaskorunina fyrir sitt lið í leiknum. Blikar eru í bullandi baráttu um Evrópusæti eftir sigurinn. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað og voru Blikar sprækari á upphafsmínútunum en marktækifærin féllu í hendur heimamanna í KR. Grétar Sigfinnur Sigurðsson og Emil Atlason voru báðir nálægt þvi að koma sínum mönnum yfir en bæði skotin höfnuðu í tréverki andstæðinganna. Það var svo á 22. mínútu þegar Þorsteinn Már Ragnarsson var felldur inn í teig og vítaspyrna umsvifalaust dæmd. Gary Martin steig á punktinn en Ingvar Kale greip slaka vítaspyrnu hans. Blikar komust svo yfir á 34. mínútu nokkuð gegn gangi leiksins. Þá skoraði Kristinn Jónsson algjört draumamark úr aukaspyrnu af löngu færi. Lítið gerðist á næstu mínútum og Blikar því með forystu þegar flautað var til hálfleiks. Nokkuð jafnræði var með liðunum í upphafi síðari hálfleiksins en síðustu tuttugu mínútur hans voru eign Blika en þeir gerðu þrjú mörk á þessum tíma. Fyrst var það Nichlas Rohde sem kom sínum mönnum í 2-0 áður en að Elfar Árni Aðalsteinsson bætti þriðja markinu við. Tómas Óli Garðarsson innsiglaði svo sigurinn á lokamínútunni með stórkostlegu marki en hann snéri boltann upp í vinkilinn frá vítateigshorninu. Stórsigur Breiðabliks því staðreynd og sigurinn svo sannarlega verðskuldaður.Rúnar: Erfitt að útskýra þetta slaka gengi „Þetta voru skelfileg úrslit fyrir okkur. Við spiluðum ágætlega í fyrri hálfleiknum en þeir skora úr drauma aukaspyrnu og leiddu í hálfleik. Við stjórnuðum svo leiknum í upphafi seinni hálfleiksins en náum ekki að nýta það og ganga þeir svo á lagið og því fór sem fór," sagði Rúnar. Rúnar var ómyrkur í máli í lok leiks og sagði gengi liðsins að undanförnu illskiljanlegt „Það er erfitt að útskýra gengi okkar í undanförnum leikjum. Við höfum lagt leikina upp með því að reyna að vinna þá en það virðist ekkert ganga né falla með okkur," bætti Rúnar við. Við erum bara búnir að ná í átta stig í síðari umferðinni sem er skelfileg uppskera og erum við alls ekki sáttir við það. Við erum bikarmeistarar en erum búnir að missa af titlinum og er það sárt og svekkjandi. Við stefndum á að ná að vinna deildina líka en það gekk ekki eftir," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR að lokum.Ólafur: Ætlum okkur Evrópusæti „Þrjú stig, halda hreinu og skora fjögur mörk, það er virkilega ljúft. Þeir fengu góð færi í fyrri hálfleik til þess að skora mér fannst við vera þrautseigir og unnum við vel úr því sem við fengum í leiknum" sagði Ólafur. „Evrópusætið er inn í myndinni og höfum við ætlað að ná okkur í það sæti í langan tíma. Þessi sigur gefur okkur stuð í bakið í þessari baráttu og voru þetta mjög mikilvæg þrjú stig. Við þurfum að koma vel stemmdir inn í næsta leik og klára þetta mót með sæmd," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks í leikslok.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Handbolti Willum Þór með stoðsendingaþrennu í stórsigri Enski boltinn „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ Handbolti Erin frá Stjörnunni til Kanada Fótbolti Grétar í átta mánaða bann: Sakaður um ofbeldi og tal um typpalykt Sport Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Körfubolti Uppgjörið: Valur - Melsungen 28 - 33 | Héldu í við þýska toppliðið Handbolti Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Handbolti Napoli jók forskotið á toppi deildarinnar Fótbolti Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Höskuldur besti leikmaður mótsins og Anton hlaut gullhanskann „Maður var eiginlega að óska þess að Víkingur myndi ekki tapa“ „Þetta kjaftæði, það stoppar ekki Kópavoginn“ „Höfum fengið að blómstra fyrir það sem við nákvæmlega erum“ „Langbesta liðið í þessari deild“ Uppgjörið: Víkingur R. - Breiðablik 0-3 | Titillinn í Kópavog eftir meistaraframmistöðu Blikar þurftu að gera breytingu eftir slæman árekstur Stress og spenna hjá stuðningsmönnum fyrir úrslitaleikinn Byrjunarliðin í úrslitaleiknum: Oliver Ekroth mættur aftur og Nikolaj Hansen byrjar Pétur hættur með Val Bretti í Víkinni máluð græn og Víkingar ætla að kæra Blika Útilegustemmning hjá stuðningsmönnum Blika í Víkinni „Feginn að okkur dugir ekki jafntefli“ „Vona að þessi leikur verði epískur“ Stúkumenn svara stóru spurningunum fyrir úrslitaleikinn Sjáðu markaflóðið úr Bestu deildinni í gær Sjá meira
Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti
Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti