Enski boltinn

Terry hættur í enska landsliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frank Lampard og John Terry tala hér við Roy Hodgson, þjálfara enska landsliðsins.
Frank Lampard og John Terry tala hér við Roy Hodgson, þjálfara enska landsliðsins. Mynd/Nordic Photos/Getty
John Terry, fyrirliði Chelsea og fyrrum fyrirliði enska landsliðsins, sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem hann tilkynnti að hann væri hættur að gefa kost á sér í enska landsliðið.

Terry er 31 árs gamall og hefur spilað 78 landsleiki síðan að hann lék sinn fyrsta leik 2003. Ástæða þess að Terry gefur ekki kost á sér lengur er að enska knattspyrnusambandið hefur ákært hann vegna kynþáttafordóma.

Terry þar að koma fyrir aganefnd enska sambandsins á morgun vegna ásakanna um kynþáttarníð gagnvart Anton Ferdinand leikmann Queens Park Rangers í leik Chelsea og QPR á síðustu leiktíð.

„Ég hef ákveðið að hætta að gefa kost á mér í landsliðið. Ég vil þakka þeim þjálfurum enska landsliðsins sem hafa valið mig í 78 landsleiki," sagði John Terry í yfirlýsingunni en hann er mjög ósáttur við að enska sambandið skuli halda áfram með málið þrátt fyrir að hann hafi verið sýknaður fyrir rétti í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×