Skömm og þunglyndi fylgir ófrjósemi Erla Hlynsdóttir skrifar 1. október 2012 19:15 Fimmtán prósent para glíma við ófrjósemi. Skömm og þunglyndi getur fylgt í kjölfarið að sögn Jessicu Leigh Andrésdóttur, konu sem hefur reynt að eignast barn í sex ár. Jessica skrifaði grein um ófrósemina sem birtist í dag á Bleikt.is og vakti mikla athygli. Hún er ósátt við leyndarhyggjuna í kring um ófrjósemi. „Ef að ég myndi til dæmis greinast með krabbamein þá myndi ég örugglega segja fleirum frá því en ef ég væri með ófrjósemi og það er eitthvað sem mér finnst þurfa að breytast, að þetta sé eitthvað feimnismál." Gunnar Rafn Heiðarsson, eiginmaður Jessicu, er á sama máli. „Þegar konan mín hringdi í mig áðan og sagði að hún vildi fá okkur í viðtal þá vissi ég ekki alveg hvað ég vildi gera, þetta kom svolítið flatt upp á mig, en mér finnst óþarfi að fela þetta, þetta er ekkert sem fólk þarf að skammast sín fyrir," segir hann. Þau höfðu í tvö ár reynt að eignast barn þegar hún var greind með óútskýrða ófrjósemi. „Það er eiginlega bara skelfilegt og í okkar tilfelli höfum við glímt við þetta í sex ár, og á þessum sex árum, eins og ég skrifa í greininni hefu ég einangrað mig mjög mikið svo er nýlega búið að greina mig með vægt þunglyndi og kvíða, sem er hægt að tengja við þetta, og það er í raun og veru allt hægt að rekja til ófrjóseminnar, eins og ég upplifi, höfnunar á því að verða móðir." Um fimmtán prósent para geta ekki eignast barn vegna ófrjósemi. „Það glímir gríðarlegur fjöldi íslendinga við þetta vandamál og ég sé ekki nokkra ástæðu til að fela það fyrir nokkrum manni." Í fyrra byrjuðu þau í meðferð fyrir fyrstu glasafrjóvgunina sem var mjög sársaukafull fyrir Jessicu. Fyrir eggheimtuna oforvaðist Jessica og náðust 23 egg, sem er afar mikið. „Og það verður til þess að eggjastokkarnir stækka og út frá þeim vellur vökvi og á þessum tíma þyngdist ég um tólf kíló á bara nokkrum dögum, ég átti erfitt með að labba á klósettið, mér leið skelfilega illa andlega." Og Jessica varð ekki ólétt „Þetta hefur oft minni áhrif á karlmenn þar sem þeir eru oft, hvað eigum við að segja, tilfinningalega bældari út á við og það er einhver svona macho ímynd sem þarf að vera til staðar en að sjáflsögðu hvílir þetta þungt á manni." Jessica missti fóstur í sumar og núna einbeita þau sér að því að byggja sig upp. Þau eiga þó enn tvo skammta í frysti. „Það er náttúrulega okkar heitasta ósk að eignast barn, það er eitthvað sem mann langar virkilega til , þannig að það hefur náttúrulega einhver áhrif , vitandi ekki hvort það tekst á endanum eða hvernig það fer," segir hún.Samtökin Tilvera boða til vitundarvakningar um ófrjósemi dagana 10. til 16. október. Sjá nánar hér. Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Fleiri fréttir Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Sjá meira
Fimmtán prósent para glíma við ófrjósemi. Skömm og þunglyndi getur fylgt í kjölfarið að sögn Jessicu Leigh Andrésdóttur, konu sem hefur reynt að eignast barn í sex ár. Jessica skrifaði grein um ófrósemina sem birtist í dag á Bleikt.is og vakti mikla athygli. Hún er ósátt við leyndarhyggjuna í kring um ófrjósemi. „Ef að ég myndi til dæmis greinast með krabbamein þá myndi ég örugglega segja fleirum frá því en ef ég væri með ófrjósemi og það er eitthvað sem mér finnst þurfa að breytast, að þetta sé eitthvað feimnismál." Gunnar Rafn Heiðarsson, eiginmaður Jessicu, er á sama máli. „Þegar konan mín hringdi í mig áðan og sagði að hún vildi fá okkur í viðtal þá vissi ég ekki alveg hvað ég vildi gera, þetta kom svolítið flatt upp á mig, en mér finnst óþarfi að fela þetta, þetta er ekkert sem fólk þarf að skammast sín fyrir," segir hann. Þau höfðu í tvö ár reynt að eignast barn þegar hún var greind með óútskýrða ófrjósemi. „Það er eiginlega bara skelfilegt og í okkar tilfelli höfum við glímt við þetta í sex ár, og á þessum sex árum, eins og ég skrifa í greininni hefu ég einangrað mig mjög mikið svo er nýlega búið að greina mig með vægt þunglyndi og kvíða, sem er hægt að tengja við þetta, og það er í raun og veru allt hægt að rekja til ófrjóseminnar, eins og ég upplifi, höfnunar á því að verða móðir." Um fimmtán prósent para geta ekki eignast barn vegna ófrjósemi. „Það glímir gríðarlegur fjöldi íslendinga við þetta vandamál og ég sé ekki nokkra ástæðu til að fela það fyrir nokkrum manni." Í fyrra byrjuðu þau í meðferð fyrir fyrstu glasafrjóvgunina sem var mjög sársaukafull fyrir Jessicu. Fyrir eggheimtuna oforvaðist Jessica og náðust 23 egg, sem er afar mikið. „Og það verður til þess að eggjastokkarnir stækka og út frá þeim vellur vökvi og á þessum tíma þyngdist ég um tólf kíló á bara nokkrum dögum, ég átti erfitt með að labba á klósettið, mér leið skelfilega illa andlega." Og Jessica varð ekki ólétt „Þetta hefur oft minni áhrif á karlmenn þar sem þeir eru oft, hvað eigum við að segja, tilfinningalega bældari út á við og það er einhver svona macho ímynd sem þarf að vera til staðar en að sjáflsögðu hvílir þetta þungt á manni." Jessica missti fóstur í sumar og núna einbeita þau sér að því að byggja sig upp. Þau eiga þó enn tvo skammta í frysti. „Það er náttúrulega okkar heitasta ósk að eignast barn, það er eitthvað sem mann langar virkilega til , þannig að það hefur náttúrulega einhver áhrif , vitandi ekki hvort það tekst á endanum eða hvernig það fer," segir hún.Samtökin Tilvera boða til vitundarvakningar um ófrjósemi dagana 10. til 16. október. Sjá nánar hér.
Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Fleiri fréttir Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Sjá meira